Fyrstu tilraunirnar með mennskar stofnfrumur heimilaðar

Sjúkdómurinn, sem er ólæknandi, finnst í einum af hverjum tíu þúsund og byrjar að þróast í barnæsku. Hann veldur smám saman sjóntapi á miðhimnu sjónhimnunnar þannig að sjúklingurinn hefur aðeins hliðarsjón.

Læknar á Moorfields Eye-sjúkrahúsinu í London munu setja stofnfrumur í augu tólf sjúklinga með Stargardts-sjúkdóminn.

Tilraunin er gerð í samstarfi við bandaríska líftæknifyrirtækið Advanced Cell Technology sem hefur þegar hafið meðhöndlun sjúklinga í Kaliforníu í Bandaríkjunum.

Hér má lesa frétt af vef bresku RP samtakanna um málið.
Tengill inn á upplýsingar um Stargard sjúkdóminn.