Fundargerð 8. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2022 – 2023, haldinn miðvikudaginn 2. febrúar kl. 15:00.
Stjórn og framkvæmdastjóri:
Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður,
Rósa María Hjörvar (RMH) varaformaður,
Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) gjaldkeri,
Kaisu Kukka-Maaria Hynninen (KKMH) ritari,
Sandra Dögg Guðmundsdóttir (SDG) meðstjórnandi,
Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varamaður,
Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) varamaður,
Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður,
Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður,
Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.
Fundarsetning
SUH setti fundinn, sem haldinn var í Hamrahlíð 17 og á Teams. Fyrir fundinum lá tillaga að dagskrá sem samþykkt var samhljóða. Fundarboð, dagskrá og fundargögn má sjá á Teams svæði stjórnar.
Afgreiðsla fundargerðar
Fundargerð seinasta fundar var samþykkt og verður send stjórnarmönnum til rafræns samþykkis.
Lýst eftir öðrum málum.
Inntaka nýrra félaga
SUH bar upp umsóknir 2 umsækjenda og voru þær samþykktar með fyrirvara um staðfestingu aðalfundar.
Skýrslur, bréf og erindi.
Í skýrslu formanns var fjallað um:
-
Erindi frá Íþróttasambandi fatlaðra vegna afrekshóps.
-
Spaðabolti (borðhokkí) erindi frá Íþróttaklúbbi Blindrafélagsins
-
Erindi frá Íþróttasambandi fatlaðra vegna sumarbúða
-
Framlag í sjóðinn Blind börn á Íslandi
-
Rósa Guðmundsdóttir
Í skýrslu framkvæmdarstjóra var fjallað um:
Skýrslurnar í heild sinni eru á Teams svæði stjórnar.
Fyrirliggjandi erindi.
Fyrir fundinum lágu 2 erindi frá Íþróttasambandi fatlaðra.
SUH kynnti styrkbeðni frá Íþróttasambandi Fatlaðra (ÍF) vegna þátttöku félagsmanna í afrekshópi ÍF. Þrír félagsmenn hafa náð inn í afrekshópinn, Patrekur Andrés Axelsson (frjálsar íþróttir), Már Gunnarsson (sund) og Guðfinnur Vilhelm Karlsson (sund) sem allir stefna að þátttöku á heimsmeistaramóti 2023 og Paralympics 2024 g.
Samþykkt var að styrkja ÍF vegna starfsemi afrekshópsins um 1,5 milljónum á þessu ári og 1,5 milljónum á næsta ári.
SUH kynnti einnig styrkbeðni ÍF vegna sumarbúða fatlaðra á Laugarvatni. Samþykkt var að veita styrk upp á 200.000 kr.
Rekstraráætlun fyrir 2023
KHE fór yfir og gerði grein fyrir rekstaráætlun ársins 2023, drögum að ársreikningum 2023 og stöðu verkefnasjóðs.
Helstu tölur á drögum að ársreikningum 2022 eru sem hér segir, rekstartekjur upp á 303,5 milljónir króna, Rekstargjöld 287.6 milljónir og hagnaður án fjármagnsliða 15.9 milljónir króna.
Áætlaðar rekstrartekjur ársins 2023 eru 318 milljónir, áætluð rekstrargjöld 306,5 milljónir og áætlaður hagnaður án fjármagnsliða er 11,5 milljónir króna.
Staða verkefnasjóðs um áramót voru 127,7 milljónir.
Styrkir til Verkefnasjóðs á árinu 2022 voru 77 milljónir þar af 46,5 milljónir króna vegna leiðsöguhundaverkefnisins.
Ítarlegri upplýsingar er að finna inn á Teams svæði stjórnar.
Stjórnarmenn lýstu yfir almennri ánægju með rekstur seinasta árs og fjárhagstöðu félagsins.
Rekstaráætlun fyrir 2023 var samþykkt samhljóða.
Hamrahlíð 17
Verið er að leggja loka hönd á að fá staðfestingu og undirskrift iðnmeistara sem vinna að verkinu. Um er að ræða húsasmíðameistara, vélsmíðameistara, múrarameistara, rafvirkjameistara og pípulagningarmeistara. Frumkostnaðaráætlun gerir ráð fyrir því að heildarkostnaður við hækkun og innréttingu 5 og 6 hæðar verði um 550 milljónir króna. Fokheld 5 hæð er um 200 milljónir og innréttingar 200 milljónir. Innrétting 6 hæðar eru um 150 milljónir króna.
Samþykkt var að fjármagna framkvæmdirnar með að minnsta kosti 70 milljón króna framlagi úr verkefna sjóði og útgáfu skuldabréfa fyrir rest.
Spaðabolti
Fyrir fundinum lá erindi frá Íþróttanefnd Blindrafélagsins um kaup á Spaðaboltaborði (verð 400.000) sem staðsett yrði í Hamrahlíð 17.
Samþykkt var að veita heimild til kaupanna en jafnframt að skoðað yrði hvar hægt sé að koma borðinu fyrir svo vel fari.
Önnur mál
ÁEG gerði grein fyrir fundi að hún og Júlíus Birgir Jóhannsson sátu með Sif Friðleifsdóttir og Þór G. Þórarinssyni í félagsmálaráðuneytinu þar sem þau kynntu aðstæður og þjónustu við þá einstaklinga sem eru með samþætta sjón og heyrnarskerðingu.
Áhersla var lögð á að málefni þessa hóps yrðu hjá Sjónstöðinni.
Sjá minnisblað um fundinn á Teams svæði stjórnar.
Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.