Fundargerð stjórnar nr. 7 2022-2023

Fundargerð 7. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2022 – 2023, haldinn miðvikudaginn 7. desember kl. 15:00.   

Stjórn og framkvæmdastjóri:

Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður,    

Rósa María Hjörvar (RMH) varaformaður,    

Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) gjaldkeri,    

Kaisu Kukka-Maaria Hynninen (KKMH) ritari,    

Sandra Dögg Guðmundsdóttir (SDG) meðstjórnandi,    

Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varamaður,   

Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) varamaður,    

Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður,    

Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður,   

Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.   

Forföll:  

Fundarsetning    

SUH setti fundinn, sem haldinn var í Hamrahlíð 17 og á Teams. Fyrir fundinum lá tillaga að dagskrá sem samþykkt var samhljóða. Fundarboð, dagskrá og fundargögn má sjá á Teams svæði stjórnar.    

Afgreiðsla fundargerðar    

Fundargerð seinasta fundar var samþykkt og verður send stjórnarmönnum til rafræns samþykkis.    

Lýst eftir öðrum málum.    

SDG, KKMH 

Inntaka nýrra félaga    

SUH bar upp umsóknir 9 umsækjenda og voru þær samþykktar með fyrirvara um staðfestingu aðalfundar.   

Skýrslur, bréf og erindi.    

Í skýrslu framkvæmdarstjóra var fjallað um:  

  • Heimsókn félagsmálaráðherra 

  • Rekstraráætlun fyrir 2023 

  • Fjáraflanir  

  • Aðgengi og tækni 

  • Hækkun Hamrahlíðar 17 

  • Ferðaþjónusta Blindrafélagsins 

  • Opið hús á nýju ári 

  • Jólaskemmtun  

Ánægju var lýst yfir með nýja og ýtarlegri framsetningu skýrslu framkvæmdarstjóra. 

Skýrslan í heild sinni er á Teams svæði stjórnar. 

Skýrslur, erindi og bréf  

Fyrir fundinum lá erindi frá Unnari Þór Reynissyni um spilakvöld sem haldin hafa verið á miðvikudögum í vetur. Hann gerði að tillögu sinni að verkefninu yrði haldið áfram og stofnaður yrði annar hópur fyrir eldri spilara. Stjórn samþykkti tillöguna og lýsti ánægju sinni með verkefnið. Frekari upplýsingar má finna á teams svæði stjórnar.  

Rekstraráætlun fyrir 2023 

Úr skýrslu framkvæmdarstjóra: Rekstraráætlun fyrir 2023 gerir ráð fyrir tekjum upp á 311.1 m.kr, rekstrargjöldum upp á 305.1 m.kr. og rekstrarafkomu án fjármagnsliða (EBITA) upp á 15.1 m.kr.  

Hagnaður af reglulegri starfsemi er 1.5 m.kr.  

Forsendur sem lagðar eru til grundvallar eru 5% tekjuaukning og 11% hækkun almennra rekstraliða. Sá fyrirvari er settur að allt að tveggja mánaða fjáröflunartekjur, nóvember og desember eru áætlaðar. Þar sem þær færast ekki inn í bókhaldfélagsins fyrr en eftir seinnipartinn í desember og í janúar. Sundurliðuð rekstraráætlun er aðgengileg á Teams svæði stjórnar.  

Ný og uppfærð rekstraráætlun verður lögð fram í janúar.  

Flugfélagið SAS mismunar félagsmanni 

KHE og SUH gerðu grein fyrir hremmingum sem Eyþór Kamban Þrastarson hefur lent í við að fljúga frá Aþenu til Keflavíkur í gengum Kaupmannahöfn með eiginkonu og barn.  

Málsatvik benda til þess að réttur hafi verið brotið á þeim þegar þeim var meinað í tvígang að fljúga. Stjórn samþykkti að veita KHE og SUH fullt umboð til að veita þeim aðgang að lögmanni félagsins til að sækja rétt sinn kjósi þau þess. 

Brynja leigufélag.  

HSG sem er stjórnarformaður Brynju leigufélags kynnti þær breytingar sem gerðar hafa verið á leigufélaginu.  

Önnur mál  

SDG spurðist fyrir um hvort væri hægt að fá aðstoð hjá afgreiðslu Blindrafélagsins við að merkja með punktaletri spil og ýmislegt fleira. Niðurstaða stjórnar er að þetta væri verkefni sem ætti betur heima hjá Sjónstöðinni.  

KKMH sagði frá nýju fyrirkomulagi sem verður á íþróttaæfingum eftir áramót.  

Fundi slitið kl : 17:45  

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.