Fundargerð stjórnar nr. 4 2022-2023

Fundargerð 4. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2022 – 2023, haldinn miðvikudaginn 28. september, kl 15:00.    

Stjórn og framkvæmdastjóri:

Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður,  

Rósa María Hjörvar (RMH) varaformaður,  

Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) gjaldkeri,  

Kaisu Kukka-Maaria Hynninen (KKMH) ritari,  

Sandra Dögg Guðmundsdóttir (SDG) meðstjórnandi,  

Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varamaður, 

Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) varamaður,  

Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður,  

Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, 

Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri. 

Forföll: HSG,  

Fundarsetning  

SUH setti fundinn, sem haldinn var í Hamrahlíð 17 og á Teams. Fyrir fundinum lá tillaga að dagskrá sem samþykkt var samhljóða. Fundarboð, dagskrá og fundargögn má sjá á Teams svæði stjórnar.  

Afgreiðsla fundargerðar  

Fundargerð seinasta fundar var samþykkt og verður send stjórnarmönnum til rafræns samþykkis.  

Lýst eftir öðrum málum.  

KH og RMH 

Inntaka nýrra félaga  

SUH bar upp nöfn 11 umsækjenda og voru þær samþykktar með fyrirvara um staðfestingu aðalfundar. 

Skýrslur, bréf og erindi.  

Í skýrslu formanns var fjallað um: 

  • Viðburður færður af degi Hvíta stafsins september 

  • Fyrirlestur um sjónvernd á Alþjóðlega sjónverndardaginn, fimmtudaginn 13 október. 

  • Dagur Hvíta stafsins 15 október. 

  • Þjónusta við fullorðna 

  • KVAN námskeið 

  • Aðalfundur ÖBÍ, 7 og 8 október 

  • NSK fundargerð. 

  • Viðburðir framundan og mikilvægar dagsetningar. 

Í skýrslu framkvæmdarstjóra var fjallað um:  

  • Hækkun Hamrahlíðar 17. 

  • Samskipti við Microsoft 

  • Leiðsöguhundaleikur á Facebook. 

  • Opið hús  

  • Alþjóðlegi sjónverndardagurinn 13. október.  

  • Dagur Hvíta stafsins.  

Einnig lá fyrir fundinum skýrsla frá Marjukaisu um sumarbúðir blindra og sjónskertra barna og ungmenna síðastliðið sumar. Skýrslan er á Teams svæði stjórnar.  

Hamrahlíð 17 – hækkun.  

Á fundinn voru mættir sem gestir og ráðgjafar Gísli og Guðjón frá VSB verkfræðistofu. Þeir kynntu kostnaðaráætlun fyrir hækkun á Hamrahlíð 17. Alls hljóðaði kostnaðaráætlunin upp á 211 milljónir króna sem er um 30 milljónum króna lægri tala en eina tilboðið sem fékkst í verkið í útboði síðastliðið vor. 

Stjórn samþykkti einróma að veita framkvæmdastjóra og formanni umboð til að ganga til samninga við Kristmund Eggertsson um að taka að sér verkið. Það verður unnið á grundvelli kostnaðaráætlunarinnar. 

Staðan í talgervilsmálum.

Baldur var mættur sem gestur á fundinn. Hann og KHE greindu frá fundi sem þeir áttu ásamt Jóni Guðnasyni prófessor við HR með Jacky Kang sem er einn af yfirmönnum máltæknilausna hjá Microsoft. Fundurinn var mjög jákvæður og Jacky Kang kom með nokkrar hugmyndir um það hvernig við gætum stuðlað að því að Íslenska gæti orði Microsoft tungumál. Megin niðurstaða umræðu var að Blindrafélagið skyldi leggja megin áherslu á að fá íslenskar máltæknilausnir, eins og talgervla og talgreina sem kerfisraddir í sem flestum Microsoft vörum. Því til viðbótar skyldi Blindrafélagið vinna að því að koma á tengslum við Google í þeim tilgangi að fá íslensku sem eitt af kerfistungumálum fyrir Talk back í Android símum. Töluverðrar svartsýni gætir um það hvort Símarómur sem er afurð Máltækniáætlunarinnar hvað varðar talgervla muni verða nothæf lausn fyrir blint og sjónskert fólk. 

Önnur mál.  

KH lagði til að í ljósi fjölgunar félagsmanna af erlendu þjóðerni hvort hægt væri að bjóða fréttabréf Blindrafélagsins einnig á ensku. Skrifstofan mun leggja mat á hversu mikil þörf er til staðar. 

RMH gerði að umtalsefni versnandi þjónustu Hreyfils í ferðaþjónustu Blindrafélagsins. Ákveðið var að óska eftir fundi með stjórnendum Hreyfils. RMH og SDG munu sitja fundinn ásamt framkvæmdarstjóra. 

 

Fundi slitið kl 17.45 

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.