Fundargerð 3. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2022 – 2023, haldinn miðvikudaginn 7. september, kl 15:00.
Stjórn og framkvæmdastjóri:
Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður,
Rósa María Hjörvar (RMH) varaformaður,
Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) gjaldkeri,
Kaisu Kukka-Maaria Hynninen (KKMH) ritari,
Sandra Dögg Guðmundsdóttir (SDG) meðstjórnandi,
Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varamaður,
Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) varamaður,
Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður,
Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður,
Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.
Fundarsetning
SUH setti fundinn, sem haldinn var í Hamrahlíð 17 og á Teams. Fyrir fundinum lá tillaga að dagskrá sem samþykkt var samhljóða. Fundarboð, dagskrá og fundargögn má sjá á Teams svæði stjórnar.
Afgreiðsla fundargerðar.
Fundargerð seinasta fundar var samþykkt og verður send stjórnarmönnum til rafræns samþykkis.
Lýst eftir öðrum málum.
HSG: Beingreiðslur og Portúgalsferð
RMH: Hljóðbókasafn Íslands
Inntaka nýrra félaga
Engar umsóknir lágu fyrir.
Skýrslur, bréf og erindi.
Í skýrslu formanns var fjallað um:
-
Heimsforseti Lions í heimsókn 8. september.
-
Samráðsfundur stjórnar, nefnda og deilda 9. september.
-
Daniel Kish á Íslandi, opinn fundur í H17 sunnudaginn 11. september.
-
Ný stofnskrá NSK.
-
UNK ráðstefnan og NSK fundur í ágúst.
-
Ályktun um endurhæfingu blindra og sjónskertra á norðurlöndum.
-
Aðalfundur ÖBÍ 7 og 8 október.
-
Viðburðir framundan og mikilvægar dagsetningar.
Í skýrslu framkvæmdarstjóra var fjallað um:
Stofnskrá NSK samstarfsins
SUH bar stofnskrá NSK samstarfsins upp til staðfestingar en stofnskráin hefur legið frammi á Teams svæði stjórnar til kynningar.
Stofnskráin var samþykkt einróma.
Dagur hvíta stafsins 15. október
SUH og KHE lögðu til að á Degi hvíta stafsins þann 15. október n.k. yrði efnt til ráðstefnu þar sem kynntar væru niðurstöður á úttekt Intellecta á þjónustuframboði við blint og sjónskert fólk að hálfu Blindrafélagsins, Hljóðbókasafns Íslands (HBS) og Sjónstöðvarinnar. Ráðherrum félagsmála og menningarmála verði sérstaklega boðið á ráðstefnuna. Jafnframt yrði stefnt að því við þetta tilefni að Sjónstöðin, HBS og Augnlæknar Reykjavíkur myndu staðfesta að þessar stofnanir tækju á leigu húsnæði í Hamrahlíð 17 að lokinni fyrirhugaðri stækkun og húsnæðisbreytingum.
Tillagan var samþykkt einróma.
Vinir leiðsöguhundsins
Fjallað var um erindi frá Þorkeli formanni leiðsöguhundadeildarinnar þar sem hann óskaði eftir heimild stjórnar um að búa til merkingu fyrir fyrirtæki sem sýnir velvild þeirra í garð leiðsöguhunda. Sjá erindi á Teams svæði fundarins.
Erindið var samþykkt einróma en á það bent að verkefnið yrði aðallega á stafrænu formi.
Navilenz og Strætó bs
KHE greindi frá fundi sem hann og Hlynur aðgengisfulltrúi Blindrafélagsins áttu með framkvæmdarstjóra og markaðsfulltrúa Strætó bs þar sem farið var yfir möguleikana á því að Strætó bs myndi taka í notkun merkingar og leiðsögukerfi Navilenz. Á fundinum kom í ljós að forustumenn Strætó bs höfðu kynnt sér mjög vel Navilenz kerfið og kosti þess. Niðurstaða fundarins var sú að Blindrafélagið og Strætó bs. myndu stefna að því að setja í gang tilraunaverkefni með Navilenz kerfið á næsta ári. Frumkostnaðaráætlun hljóðar upp á 10 milljónir króna og mun Blindrafélagið sækja um styrki til að leggja fram helming kostnaðar þ.e.a.s. 5 milljónir og mun Strætó bs. greiða hinn helminginn.
Stjórn samþykkt samhljóða að taka þátt í verkefninu.
Samráðsfundur
SUH fór yfir fyrirkomulag samráðsfundar sem haldin verður 9. september frá 14.30 -17.00. Að fundi loknum verður boði upp á léttar veitingar fyrir þátttakendur og gesti þeirra.
Önnur mál
HSG vakti athygli á alvarlegum vanköntum á eingreiðslum og öðrum stuðningi frá Sveitafélögunum við blint og sjónskert fólk og mikilvægi þess að fá úr þeim bætt. Samþykkt var að taka málið til umfjöllunar á fyrirhuguðum félagsfundi Blindrafélagsins í nóvember. HSG og SDG munu koma að undirbúningi dagskrár fundarins.
HSG gerði grein fyrir undirbúningi að félagsferð til Portúgals í apríl 2023.
RMH greindi frá því að Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra hafi skipað hana sem formann samráðshóps forstjóra Hljóðbókasafns Íslands eftir tilnefningu Blindrafélagsins.
Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.