Fundargerð 7. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2023 –2024, haldinn miðvikudaginn 8. nóvember 2023, kl 14:30.
Stjórn og framkvæmdastjóri:
Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, (2022 - 2024)
Rósa María Hjörvar (RMH) varaformaður, (2022 - 2024)
Kaisu Kukka-Maaria Hynninen (KKMH) ritari, (2023 - 2025)
Sandra Dögg Guðmundsdóttir (SDG) gjaldkeri, (2022 - 2024)
Unnur Þöll Benediktsdóttir (UÞB) meðstjórnandi, (2023 - 2025)
Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) varamaður, (2022 - 2024)
Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður, (2023 - 2025)
Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varamaður, (2023 - 2025)
Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, (2022 - 2024)
Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri
Fundarsetning
SUH setti fundinn, sem haldinn var í Hamrahlíð 17 og á Teams. Fyrir fundinum lá tillaga að dagskrá sem samþykkt var samhljóða. Fundarboð, dagskrá og fundargögn má sjá á Teams svæði stjórnar.
Lýst eftir öðrum málum.
SUH
Inntaka nýrra félaga
SUH bar upp umsóknir 10 umsækjenda og voru þær samþykktar með fyrirvara um staðfestingu aðalfundar.
Skýrslur, bréf og erindi.
Í skýrslu formanns var fjallað um:
-
Félagsfundur í nóvember
-
Stuðningur til sjálfstæðis – úthlutun
-
Sjóðurinn Blind börn á Íslandi – úthlutun
-
Aðrir sjóðir
-
Af vettvangi ÖBÍ
-
Á döfinni og mikilvægar dagsetningar.
Í skýrslu framkvæmdarstjóra var fjallað um:
-
Rekstaryfirlit Blindravinnustofunnar
-
Bakhjarlauppgjör
-
Framkvæmdir
-
Starfsmannamál
-
Mannréttindabrot HÍ á félagsmanni Blindrafélagsins
-
Upplýsingar frá trúnaðarmönnum
-
Mötuneytiskostnaður
-
Ræstingar
Hamrahlíð 17 framkvæmdir
Gestur fundarins var Gísli Valdimarsson byggingarstjóri Blindrafélagsins við hækkun Hamrahlíðar 17. Staða mála er sú að verið er að leggja lokahönd á að gera hæðina fok- og vatnshelda einnig er 70-85% af einangrun lokið.
Gísli hrósaði sérstaklega vönduðum vinnubrögðum þeirra iðnaðarmanna sem hafa komið að framkvæmdinni.
Þar sem að inni vinna hefur verið unnin að þó nokkru leiti er ekki gott að gefa nákvæma stöðu er varðar kostnað og framkvæmdartíma. Það ríkir þó vissa um að verkið er innan fjárhagsáætlunarinnar.
Félagsfundur
Samþykkt var að færa félagsfundinn til miðvikudagsins 29 nóvember. Efni fundarins mun verða menntunarmöguleiki blindra og sjónskertra með áherslu á hvaða áhrif stafræn þjónusta og verkefni geta haft á möguleika blindra og sjónskertra einstaklinga til að leggja stund á hinar ýmsu námsgreinar.
Var skrifstofunni falið að skipuleggja fundinn og leitast eftir því að fá námsráðgjafa frá HÍ og HR og nokkra af þeim félagsmönnum sem leggja stund eða hafa lagt stund á háskólanám.
Önnur mál
SUH minnti á sjónverndarfyrirlesturinn á vegum Lions sem hefst strax að loknum stjórnarfundinum, þar sem María Soffía Gottfreðsdóttir augnlæknir mun fjalla um gláku.
Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson