Fundargerð stjórnar nr. 4 2023-2024

Fundargerð 4. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2023 –2024, haldinn miðvikudaginn 6. september 2023, kl 15:00.   

Stjórn og framkvæmdastjóri:   
Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, (2022-2024)
Rósa María Hjörvar (RMH) varaformaður, (2022-2024)
Kaisu Kukka-Maaria Hynninen (KKMH) ritari, (2023-2025)
Sandra Dögg Guðmundsdóttir (SDG) gjaldkeri, (2022-2024)
Unnur Þöll Benediktsdóttir (UÞB), meðstjórnandi, (2023-2025)
Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) varamaður. (2022-2024)
Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður, (2023-2025)
Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varamaður, (2023-2025)
Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, (2022-2024) 

Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri,  

Forföll: UÞB

Fundarsetning 

SUH setti fundinn, sem haldinn var í Hamrahlíð 17 og á Teams. Fyrir fundinum lá tillaga að dagskrá sem samþykkt var samhljóða. Fundarboð, dagskrá og fundargögn má sjá á Teams svæði stjórnar.   

Lýst eftir öðrum málum. 

KKMH, SDG

Inntaka nýrra félaga 

SUH bar upp umsóknir 5 umsækjenda og voru þær samþykktar með fyrirvara um staðfestingu aðalfundar. 

Skýrslur, bréf og erindi. 

Í skýrslu formanns var fjallað um:

  • Skipulag starfseininga Blindrafélagsins
  • Samráðsfundur 15 september
  • Námskeið leiðsöguhundadeildar
  • Formannafundur ÖBÍ
  • UNK ráðstefna 2025
  • Aðlögun á stofnskrá NSK samstarfsins
  • Eitt hundrað ár frá fæðingu Rósu Guðmundsdóttur fyrrverandi formanns.
  • Fyrirlestur á vegum Lions 8 nóvember
  • Á döfinni framundan og mikilvægar dagsetningar.

Í skýrslu framkvæmdarstjóra var fjallað um: 

  • Framkvæmdir Hamrahlíð 17
  • Blindravinnustofan rekstur janúar til ágúst
  • Sjónlýsingar á sjónverndardegi og degi Hvíta stafsins
  • Víðsjá 2. tbl. 2023
  • Sameiginleg umsögn Blindrafélagsins og ÖBÍ um áform um lagasetningu um frumvarp til laga um högun upplýsingartækni í rekstri ríkisins
  • Vinna í kringum stafrænt aðgengi og aðgang að stafrænni þjónustu.
  • Tæknimál
  • Starfsmannamál
  • Uppgjör dánarbús Magna Ebenesar

Umræða varð um þróun tæknimála og viðbrögð við þeirri þróun að stafræn þjónusta verður sífellt algengari og nauðsyn þess að þjónustan sé öllum aðgengileg.

Þó að stafrænar lausnir feli í sér mikil tækifæri fyrir blint og sjónskert fólk hefur þessi þróun einnig í för með sér holskeflu aðgengis áskoranna sem hindra aðgengi fyrir alla.  Ljóst er að til að sporna við fótum þarf sameiginlegt átak fleiri aðila en Blindrafélagsins

Ákveðið var að efla samstarf um stafrænt aðgengi við önnur hagsmunasamtök eins og til dæmis ÖBÍ og einstök aðildarfélög þess sem málið varðar sem og Þroskahjálp.

Starfseiningar Blindrafélagsins

SUH fór yfir þær starfseiningar sem starfa eða hafa starfað innan félagsins og hvort stjórn ætti að hafa meiri eftirfylgni með virkni og starfsemi þessara eininga en tíðkast hefur.

Upptalning á starfeiningum má finna í skýrslu formanns.

Niðurstaða umræðuna var að við stofnun nýrra starfseininga skyldi leita samþykki stjórnar. Skilyrði fyrir tilvist eininga er að starfseining sé opin og lýðræðislegur vettvangur ásamt því að viðburðir þeirra verði auðlýstir á miðlum félagsins.
Að loknum hverjum samráðsfundi mun stjórn Blindrafélagsins fara yfir mætingu fulltrúa starfseininga sem boðaðir voru á samráðsfundinn ásamt því að skoða virkni eininganna og hvort það þjóni tilgangi að halda óvirkum einingum áfram á skrá.

Samráðsfundur

Samráðsfundur starfseininga Blindrafélagsins verður haldinn föstudaginn 15 september frá kl 14:00. Á fundinn eru boðaðir 2-3 fulltrúar frá hverri starfseiningu.

Önnur mál

KKMH hvatti til þess að látið yrði vita með tölvupósti eins fljótt og auðið er þegar skýrslur formanns og framkvæmdarstjóra og fundargögn eru komin á Teams svæði stjórnar.

SDG spurðist fyrir um skipulag og framsetningu á heimasíðu félagsins.

Fundi slitið kl: 18:00

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson