Fundargerð stjórnar nr. 1 2023-2024

Fundargerð 1. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2023 – 2024, haldinn miðvikudaginn 24. maí kl. 15:00.

Stjórn og framkvæmdastjóri:         

Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, (2022 - 2024)      

Rósa María Hjörvar (RMH) varaformaður, (2022 - 2024)       

Kaisu Kukka-Maaria Hynninen (KKMH) ritari, (2023 - 2025)       

Sandra Dögg Guðmundsdóttir (SDG) gjaldkeri,  (2022 - 2024) 

Unnur Þöll Benediktsdóttir (UÞB) meðstjórnandi, (2023 - 2025) 

Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) varamaður, (2022 - 2024) 

Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður, (2023 - 2025) 

Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varamaður, (2023 - 2025)      

Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, (2022 - 2024)      

Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.      

Forföll:          

Fundarsetning       

SUH setti fundinn, sem haldinn var í Hamrahlíð 17 og á Teams. Fyrir fundinum lá tillaga að dagskrá sem samþykkt var samhljóða. Fundarboð, dagskrá og fundargögn má sjá á Teams svæði stjórnar.  

Afgreiðsla fundargerðar       

Fundargerð seinasta fundar hefur verið afgreidd af fráfarandi stjórn.  

Lýst eftir öðrum málum       

HSG boðaði þrjú mál, SUH eitt.   

Inntaka nýrra félaga      

SUH kynnti umsóknir 6 nýrra félaga. Félagsaðild þeirra var samþykkt með fyrirvara um samþykki aðalfundar.  

Skýrslur, bréf og erindi.       

Í skýrslu formanns var fjallað um:    

  • Siðareglur kjörinna fulltrúa 

  • Aðalfundur Blindravinnustofunnar 

  • Aðalfundur öldrunarráðs 22. maí.  

  • Fundur fólksins, 15 - 16 september. 

  • NSK fundur um vinnuhópa. 

  • Stuðningur til sjálfstæðis – styrktarsjóður Blindravinafélagsins og Blindrafélagsins. 

  • Starfsáætlun stjórnar 

  • Á döfinni framundan og mikilvægar dagsetningar.   

Í skýrslu framkvæmdarstjóra var fjallað um:     

  • Ferðaþjónusta 

  • Framkvæmdir  

  • KSÍ verkefnið  

  • Fjáraflanir  

  • Sumarhappadrætti  

  • Fyrirtækjakönnun VR    

Aðsend erindi 

Erindi barst frá Kristínu Sjöfn Valgeirsdóttur jógakennara þar sem hún gerði grein fyrir stofnun og tilurð heilsuklúbbs Blindrafélagsins.  

Kristín varpa ljósi á starfsemi Heilsuklúbbs Blindrafélagsins og rifja upp aðdraganda að stofnun og hugmynd að Heilsuklúbbnum árið 2019,  

Sjá nánar í Teams möppu stjórnar.  

Stjórn þakkar fyrir bréfið og lýsti yfir ánægju með starfsemi heilsuklúbbsins. 

Fundargerð Aðalfundar 2023 

Vegna skráningar hjá Skattinum á raunverulegum eigendum Blindrafélagsins (stjórn Blindrafélagsins) ber Blindrafélaginu að senda inn fundargerð aðalfundar undirritaða af stjórn félagsins fyrir 31. maí. Af því tilefni samþykkti stjórn drög að fundargerð til staðfestingar á niðurstöðu aðalfundarins til að senda Skattinum. Afgreiðsla fundargerðar aðalfundarins verður áfram með hefðbundnum hætti á aðalfundi 2024.    

Verkaskipting stjórnar 

SUH gerði tillögu um eftirfarandi hlutverkaskipan innan stjórnar Blindrafélagsins: 

Rósa María Hjörvar (RMH) varaformaður,       

Kaisu Kukka-Maaria Hynninen (KKMH) ritari,        

Sandra Dögg Guðmundsdóttir (SDG) gjaldkeri,   

Unnur Þöll Benediktsdóttir (UÞB) meðstjórnandi,  

Og var tillagan samþykkt samhljóða 

Siðareglur kjörinna fulltrúa 

Siðarreglur stjórnenda Blindrafélagsins voru lesnar upp. Allir stjórnarmenn lýstu því yfir að þeir undirgengjust siðarreglurnar. Blindrafélagið hefur sett sér eftirfarandi siðarreglur:   

Siðareglur stjórnenda og starfsmanna Blindrafélagsins 

Siðareglur kjörinna fulltrúa Blindrafélagsins 

Siðareglur Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi.  

Rekstraráætlun 2023 til upplýsingar. 

Umfjöllun um rekstraráætlun var frestað þar sem eini nýi stjórnarmeðlimurinn þurfti að yfirgefa fundinn.  

Aðalfundur Blindravinnustofunnar. 

Aðalfundur Blindravinnustofunnar hefur verið boðaður 30. maí. Formanni félagsins var falið að sækja fundinn fyrir hönd Blindrafélagsins og fara með öll atkvæði Blindrafélagsins í Blindravinnustofunni ehf.   

Stuðningur til sjálfstæðis. 

SUH gerði grein fyrir afgreiðslu stjórnar úr stuðningi til sjálfstæði á vorönn 2023. Alls var úthlutað í:  

A - flokkur. Náms- ferða- og ráðstefnustyrki til fagfólks sem starfa með blindum og sjónskertum einstaklingum, eða vinna að hagsmunamálum þeirra. Samtals: 0 

B - Flokkur. Náms-, ferða-, endurhæfingar- og ráðstefnustyrki til félagsmanna Blindrafélagsins. Samtals: 870.000 

C - flokkur. Styrki til félagsmanna Blindrafélagsins til kaupa á hjálpartækjum. Samtals: 404.990 

D - flokkur. Styrki til verkefna sem eru hagsmunum blindra og sjónskertra til framdrátta. Samtals: 1.700.000. 

Stjórn staðfesti úthlutun ákvörðun Stuðnings til sjálfstæðis.  

Sjá nánar um úthlutunina hér.    

Önnur mál.   

HSG vakti athygli á eftirfarandi, leiðsöguhundaverkefni Blindrafélagsins og óskaði eftir umræðum um skipulag og framkvæmd verkefnisins. Kynningu Blindrafélagsins á vefvarpinu sem væri þörf á að uppfæra. Gerði athugasemd við frádrátt á lífeyri frá TR vegna hjálpartækjastyrkja úr stuðningi til sjálfstæðis.  

SUH Kynnti hugmyndir frá Kela og Júlíusi um þátttöku Blindrafélagsins í hverfis viðburði í hlíðunum sem miðar að bættu aðgengi. Var vel tekið í málið af hálfu stjórnar og samþykkt að þeir félagar verði tengiliðir við hverasamtökin,  sjá erindi í fundarmöppu stjórnar.   

Fundi slitið kl. 17:00 

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.