Fundargerð 5. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2023 –2024, haldinn miðvikudaginn 27. september 2023, kl 15:00.
Stjórn og framkvæmdastjóri:
Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, (2022 - 2024)
Rósa María Hjörvar (RMH) varaformaður, (2022 - 2024)
Kaisu Kukka-Maaria Hynninen (KKMH) ritari, (2023 - 2025)
Sandra Dögg Guðmundsdóttir (SDG) gjaldkeri, (2022 - 2024)
Unnur Þöll Benediktsdóttir (UÞB) meðstjórnandi, (2023 - 2025)
Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) varamaður, (2022 - 2024)
Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður, (2023 - 2025)
Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varamaður, (2023 - 2025)
Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, (2022 - 2024)
Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri,
Forföll: RMH
Fundarsetning
SUH setti fundinn, sem haldinn var í Hamrahlíð 17 og á Teams. Fyrir fundinum lá tillaga að dagskrá sem samþykkt var samhljóða. Fundarboð, dagskrá og fundargögn má sjá á Teams svæði stjórnar.
Lýst eftir öðrum málum.
Inntaka nýrra félaga
SUH bar upp umsóknir 7 umsækjenda og voru þær samþykktar með fyrirvara um staðfestingu aðalfundar.
Skýrslur, bréf og erindi.
Í skýrslu formanns var fjallað um:
- Starfseiningar Blindrafélagsins
- Blindrafélagið í fjölmiðlum
- Aðalfundur EBU
- Aðalfundur ÖBÍ réttindasamtaka
- Retina Finland 50 ára
- NSK fundur
- Á döfinni framundan og mikilvægar dagsetningar.
Í skýrslu framkvæmdarstjóra var fjallað um:
- Húsnæðismál
- Fjáraflanir
- Tæknimál
- Félagsstarf og námskeið
- Sjónlýsingarvika
Húsaleigusamningar vegna íbúða
Unnið hefur verið að því að setja upp nýja leigusamninga vegna leigu á íbúðum í eigu Blindrafélagsins. Til hliðsjónar við þá vinnu erum við með tillögu frá lögmannstofunni Magna Lögmenn, ásamt leigusamningi og húsreglum frá Brynju Leiguíbúðum. Í aðalatriðum er lagt til að framsetningu samningsins verði breytt að því leyti að það er meira vísað í gildandi lög og húsreglur en verið hefur. Jafnframt verði sett inn í leigusamninginn ákvæði um heimild leigusala til riftunar á leigusamningi ef leigutaki uppfyllir ekki lengur skilyrði þess að vera félagsmaður í Blindrafélaginu.
Jafnframt er lagt til að öllum leigusamningum í Hamrahlíð 17. verði sagt upp, frá og með áramótum. En samhliða verði leigutökum boðið að gera nýjan leigusamning.
Voru tillögurnar samþykktar samhljóða.
Endanlegt leigusamningsform verður lagt fyrir stjórn til staðfestingar.
Sjónstöðin
Elfa Svanhildur Hermannsdóttir forstjóri Sjónstöðvarinnar kom sem gestur á fundinn til að kynna stöðuna að teknu tilliti til nýs fjárlagafrumvarps og hvernig fjárlagafrumvarpið snerti starfsemi Sjónstöðvarinnar.
Elfa fór yfir þær niðurskurðarkröfur sem settar eru fram í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. En um 2,5 % niðurskurðar kröfu er að ræða. Hins vegar mun Félagsmálaráðuneytið nota útgjaldasvigrúm sitt til og styrkja starfsemina sem nemur niðurskurðinum. Töluverð lækkun er á hjálpartækjaliðnum en lækkunina ber helst að skýra vegna þess að verkefni augnsmíða færist frá stofnuninni yfir til Sjúkratrygginga. Einnig upplýst hún um að ekki yrði af veitingu fjármagns til hjálpartækja kaupa eins og þing og velferðarnefnd voru búin að samþykkja.
En fyrir lág þingsályktun um að það ætti að styrkja Sjónstöðina til næstu þriggja ára með sérstöku framlagi til kaupa á nýjum hjálpartækjum.
Framboð til stjórnar ÖBÍ
Alma Ýr Ingólfsdóttir frambjóðandi til formanns ÖBÍ réttindasamtaka kom á fundinn í gegnum Teams og kynnti áherslur sýnar og framtíðarsýn fyrir ÖBÍ réttindasamtök.
EBU
Aðalfundur EBU /Evrópsku blindrasamtakanna verður haldinn í Portúgal 11 til 14 febrúar næstkomandi. Ljúka þarf skráningu fyrir 12 október næstkomandi.
SUH gerði tillögu um eftirfarandi fulltrúa Blindrafélagsins.
Tillagan tekur mið af því að kynjahlutfalli sé í jafnvægi sem og reynsla.
Halldór Sævar Guðbergsson,
Marjakaisa Matthíasson alþjóðafulltrúi og nefndarkona í kjörnefnd þingsins.
Rósa María Hjörvar, til vara Sandra Dögg Guðmundsdóttir.
Sigþór U. Hallfreðsson formaður.
Var tillagan samþykkt samhljóða
Önnur mál
Engin önnur mál
Fundi slitið kl: 18:30
Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson