Fundargerð 6. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2023 –2024, haldinn miðvikudaginn 18. október 2023, kl 15:00.
Stjórn og framkvæmdastjóri:
Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, (2022 - 2024)
Rósa María Hjörvar (RMH) varaformaður, (2022 - 2024)
Kaisu Kukka-Maaria Hynninen (KKMH) ritari, (2023 - 2025)
Sandra Dögg Guðmundsdóttir (SDG) gjaldkeri, (2022 - 2024)
Unnur Þöll Benediktsdóttir (UÞB) meðstjórnandi, (2023 - 2025)
Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) varamaður, (2022 - 2024)
Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður, (2023 - 2025)
Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varamaður, (2023 - 2025)
Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, (2022 - 2024)
Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri
Forföll : UÞB
Fundarsetning
SUH setti fundinn, sem haldinn var í Hamrahlíð 17 og á Teams. Fyrir fundinum lá tillaga að dagskrá sem samþykkt var samhljóða. Fundarboð, dagskrá og fundargögn má sjá á Teams svæði stjórnar.
Lýst eftir öðrum málum.
Engin önnur mál
Inntaka nýrra félaga
SUH bar upp umsóknir 7 umsækjenda og voru þær samþykktar með fyrirvara um staðfestingu aðalfundar.
Skýrslur, bréf og erindi.
Í skýrslu formanns var fjallað um:
- Félagsfundur í nóvember
- Sjónlýsingavikan
- Heimsókn Lions klúbbsins Kaldá
- Tilnefningar í málefnahópa ÖBÍ réttindasamtaka
- Niðurstaða aðalfundar ÖBÍ réttindasamtaka
- Á döfinni og mikilvægar dagsetningar
Í skýrslu framkvæmdarstjóra var fjallað um:
- Rekstraryfirlit janúar til september 2023
- Framkvæmdir
- Starfsmannamál
- Ræstingar
- Vörumerkjamælingar Gallup
- Leigusamningar við Augnlækna Reykjavíkur
- Flokkun og geymsla gagna
- Fjáraflanir
- Lögmaður Blindrafélagsins
- Ferðaþjónusta í Hafnarfirði
- Sjónlýsingarvika
- Rammasamningur ríkiskaupa
Rekstraryfirlit janúar til september.
Kristín Waage bókari sem var gestur fundarins og KHE fóru yfir og kynntu rekstarniðurstöður fyrir janúar til september.
Helstu niðurstöður eru þær.
Rekstrartekjur eru 229 milljónir, fjárhagsáætlun var upp á 225 milljónir, rauntekjur því 1,46% hærri en áætlað var.
Rekstrargjöld eru 219 milljónir, fjárhagsáætlun var upp á 229 milljónir, raunkostnaður því 4,55% lægri en áætlað var.
Hagnaður án fjármagnsliða eru 10 milljónir, fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 3,1 milljón – hér þarf að gera ráð fyrir að afskriftir hafa ekki verið bókaðar en gert er ráð fyrir þeim í áætlun.
Hagnaður með fjármagnsliðum er 5,5 milljónir, fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir tapi upp á 200 þúsund. Sjá frekari upplýsingar í skjalinu fjárhagsáætlun og rauntölur í Teams möppu stjórnar.
Stöðugildi og mönnun
Á árinu 2022 voru að meðaltali 20 starfsmenn í 14,5 stöðugildum
2023:
Janúar: 20 starfsmenn í 14,5 stöðugildum.
Febrúar: 19 starfsmenn í 14,3 stöðugildum.
Mars: 19 starfsmenn í 14,3 stöðugildum.
Apríl – Júlí: 19 starfsmenn í 14,4 stöðugildum.
Ágúst: 18 starfsmenn í 13,24 stöðugildum.
Sept: 18 starfsmenn í 12,67 stöðugildum.
Væntingar eru að í október verði 18 starfsmenn í 12,5 stöðugildum og í nóvember og desember verði stöðugildin 13,5
Helstu breytingar:
2 starfsmenn í hlutastarfi fóru í fulla stöðu.
1 starfsmaður í hlutastarfi fór af launaskrá og yfir í verktakavinnu.
1 starfsmaður í fullri stöðu fór til annarra starfa, nýr starfsmaður í hans stað væntanlegur í nóvember.
1 starfsmaður í fullri stöðu fór í veikindaleyfi snemma á árinu og fór út af launaskrá 1. ágúst, óljóst er hvort og þá hvenær viðkomandi komi aftur til starfa.
1 starfsmaður í fullri stöðu er að fara í veikindaleyfi en verður á launaskrá næstu mánuðina.
Eftir umræður um stöðuna almennt var eftirfarandi samþykkt.
Framkvæmdarstjóra var falið að kalla eftir upplýsingum frá trúnaðarmönnum um hversu margir félagsmenn væru að nýta sér trúnaðarmannakerfið og eins hversu margir hefðu afþakkað símtöl frá trúnaðarmönnum.
Stjórn beindi því til framkvæmdarstjóra að skoða hvaða leiðir væru færar til að minnka álag á starfsfólk og auka þátttöku félagsmanna í félagsstarfi eftir því sem við á.
Meðal þess sem rætt var að athuga hvort finna ætti félagsmenn sem gætu í hlutastarfi tekið að sér að vera í reglulegu sambandi við bæði nýja og gamla félagsmenn og hvatt þá til þátttöku í fjölbreyttu félagsstarfi Blindrafélagsins
Félagsfundur
Umræður urðu um málefni til umræðu á félagsfundi sem fyrirhugaður er fimmtudaginn 15 nóvember. Meðal þess sem um var rætt, var að áhugavert gæti verið að taka til umræðu þau tækifæri og ógnanir sem kunna felast í stafrænni þjónustu.
Önnur mál
Engin önnur mál
Fundi slitið kl: 17:30
Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson