Fundargerð stjórnar nr. 5 2022-2023

Fundargerð 5. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2022 – 2023, haldinn miðvikudaginn 19. október, kl 15:00.    

Stjórn og framkvæmdastjóri:    

Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður,  

Rósa María Hjörvar (RMH) varaformaður,  

Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) gjaldkeri,  

Kaisu Kukka-Maaria Hynninen (KKMH) ritari,  

Sandra Dögg Guðmundsdóttir (SDG) meðstjórnandi,  

Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varamaður, 

Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) varamaður,  

Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður,  

Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, 

Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri. 

Forföll: Halldór Sævar Guðbergsson.  

Fundarsetning  

SUH setti fundinn, sem haldinn var í Hamrahlíð 17 og á Teams. Fyrir fundinum lá tillaga að dagskrá sem samþykkt var samhljóða. Fundarboð, dagskrá og fundargögn má sjá á Teams svæði stjórnar.  

Afgreiðsla fundargerðar  

Fundargerð seinasta fundar var samþykkt og verður send stjórnarmönnum til rafræns samþykkis.  

Lýst eftir öðrum málum.  

Engin önnur mál.

Inntaka nýrra félaga  

SUH bar upp umsóknir 7 umsækjenda og voru þær samþykktar með fyrirvara um staðfestingu aðalfundar. 

Skýrslur, bréf og erindi.  

Í skýrslu formanns var fjallað um: 

  • Sjóðurinn Stuðningur til sjálfstæðis, úthlutun haust 2022 

  • Alþjóðlegi sjónverndardagurinn og dagur Hvíta stafsins 

  • Skynleikar – listsýning  

  • Aðalfundur ÖBÍ 7 og október – helstu niðurstöður 

  • Viðburðir framundan og mikilvægar dagsetningar.  

SUH kynnti og bar upp til staðfestingar úthlutun styrkja úr sjóðnum Stuðningur til sjálfstæðis, sem stjórn samþykkti samhljóða.  
Eftirfarandi styrkúthlutanir voru samþykktar.  

A - flokkur. Náms- ferða- og ráðstefnustyrki til fagfólks sem starfa með blindum og sjónskertum einstaklingum, eða vinna að hagsmunamálum þeirra. 

Engin gild umsókn barst í A – flokki.   

B - Flokkur. Náms-, ferða-, endurhæfingar- og ráðstefnustyrki til félagsmanna Blindrafélagsins. 

Hjalti Sigurðsson: 480.000  (Punktaletursráðstefna/samráðsfundur í Noregi) 

Margrét Helga Jónsdóttir: 250.000  (Námsgjöld) 

Már Gunnarsson: 500.000   (Námsgjöld) 

Samtals úthlutað í B - flokki: 1.230.000 krónur. 

C - flokkur. Styrki til félagsmanna Blindrafélagsins til kaupa á hjálpartækjum. 

Daníel Anton Benediktsson: 75.000 

Haraldur Matthíasson: 75.000 

Kaisu Hynninen: 75.000 

Margrét Guðný Hannesdóttir: 75.000 

Svavar Guðmundsson: 75.000 

Samtals úthlutað í C - flokki: 375.000 krónur. 

D - flokkur. Styrki til verkefna sem eru hagsmunum blindra og sjónskertra til framdrátta. 

Bergsól ehf.: 1.000.000 – (Kvikmynd til sýningar í sjónvarpi) 

Svavar Guðmundsson: 450.000 – (Bókaútgáfa - barnabók) 

Samtals úthlutað í D-flokki 1.450.000 krónur. 

Alls úthlutað 3.055.000 krónur. 

 

Í skýrslu framkvæmdarstjóra var fjallað um:  

  • Rekstraryfirlit frá 1. janúar til 30. september 2022. 

  • Hækkun Hamrahlíðar 17. 

  • Talgervlar 

  • Fundur með Hreyfli 

  • Styrkumsóknir um styrk úr Borgarsjóði Reykjavíkur   

  • Molar og kaffi  

  • Morgunverðarfundur á alþjóðlegum sjónverndardegi 

  • Vetrarhappdrætti 2022 

  • Leiðsöguhundapróf 

  • Leiðsöguhundadagatal 

  • Viðburðir fram að jólum 

  • Punktaletursplaköt 

Rekstraryfirlit. 

KHE fór yfir og gerði grein fyrir helstu frávikum á rekstrartölum janúar til og með september 2022 og áætlun fyrir sama tíma. Helstu tölur eru:  

Rekstrartekjur voru 214.7 milljónir en áætlun hljóðaði upp á 215 milljónir 

Rekstrargjöld voru 200,7 milljónir en áætlun hljóðaði upp á 177 milljónir 

Ebita var 14 milljónir en áætlun hljóðaði upp á 38 milljónir.  

Ýtarlegri sundurliðun er að finna á Teams svæði stjórnar.  

Félagsfundur. 

SDG ásamt HSG höfðu fengið það hlutverk að koma með tillögu að dagskrá næsta félagsfundar. Tillaga þeirra fólst i því að halda félagsfund 23 nóvember nk. þar sem umfjöllunarefnið yrði: Félagsþjónusta Sveitafélaga við blint og sjónskert fólk. Hugmynd þeirra var einnig að fá Aðalbjörgu Traustadóttur frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar til að kynna Félagsþjónustu Reykjavíkurborgar. Einnig að fá Heiðu Hilmarsdóttur formann Sambands sveitafélaga til að kynna þeirra hlutverk í þessum málaflokki. Lagt var til að óska eftir því við Unni Benediktsdóttur að taka að sér fundarstjórn. 

Jafnframt var samþykkt að vera með kynningu á hlutverki styrktar sjóða sem Blindrafélagið á aðkomu að þ.e. Stuðningur til sjálfstæðis, sem er sameiginlegur sjóður Blindrafélagsins og Blindravinafélagsins, sjóðurinn Blind börn á Íslandi, Margrétarsjóður og Styrktarsjóður Richards og Dóru. 
Nánari framkvæmd fundarins verður í höndum skrifstofu félagsins.  
Voru allar þessar tillögur samþykktar.   

Önnur mál  

Engin önnur mál  

Fundi slitið kl 16.30 

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.