Fundargerð 5. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2021 – 2022, haldinn miðvikudaginn 20. október kl. 16:00.
Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) varaformaður, Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) gjaldkeri, Eyþór Kamban Þrastarson (EKÞ) meðstjórnandi, Dagný Kristmannsdóttir (DK) varamaður, Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður, Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, Halldór Sævar Guðbergson (HSG) varamaður, Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.
Forföll: Kaisu Hynninen (KH) ritari
1. Fundarsetning.
SUH setti fundinn sem haldinn var á Teams. Fyrir fundinum lá tillaga að dagskrá sem samþykkt var samhljóða.
2. Afgreiðsla fundargerðar.
Fundargerð seinasta fundar sem legið hefur frammi á Teams svæði stjórnarinnar var samþykkt samhljóða og verður send stjórnarmönnum til rafræns samþykkis.
3. Lýst eftir öðrum málum.
HSG boðaði mál.
4. Inntaka nýrra félaga.
Engar umsóknir lágu fyrir.
5. Skýrslur, bréf og erindi.
Í skýrslu formanns var fjallað um:
- Fundartímar stjórnar.
- Félagsfundur í nóvember.
- Aðalfundur ÖBÍ 15 til 16 október.
- Málefnahópar ÖBÍ.
- UNK ráðstefna 2022.
- Alþjóðlegi sjónverndardagurinn og Dagur hvíta stafsins.
Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um:
- Rekstraryfirlit fyrstu 9 mánuði ársins.
- Hamrahlíð 17.
- Dagskrá á Alþjóðlegum sjónverndardegi og Degi Hvíta stafsins.
6. Rekstraryfirlit janúar til september.
Meginniðurstaða reksturs fyrir fyrstu 9 mánuði ársins eru:
Rekstrartekjur: 208, 5 mkr 10% yfir áætlun.
Rekstrargjöf: 170,7 mkr. 8,4% undir áætlun.
EBIDTA: 37,8 mkr.
Að teknu tilliti til 10 milljón króna ógjaldfærðs fyrirframfærðs kostnaður vegna fjáraflanna lækkar EBIDTA í 27,8 mkr.
Stjórnarmenn lýstu mikilli ánægju með þennan góða rekstrarárangur.
7. Félagsfundur Blindrafélagsins.
Úr skýrslu formanns:
„Samkvæmt starfskipulagi stjórnar er gert ráð fyrir félagsfundi í nóvember. Ég legg til að fundurinn verði miðvikudaginn 17 nóvember klukkan 17:00. Fundarefni gæti verið annarsvegar hvar er máltækniáætlunin stödd og staðan á nýju talgervlunum og hins vegar erfðaráðgjöf og sjúklingaskráin.“
Að umræðum loknum var samþykkt að fela SUH í samvinnu við KHE að úrfæra þessar hugmyndir.
8. Málefnahópar ÖBÍ.
SUH kynnti starfsemi málefnahópa ÖBÍ. Umræður urðu um þátttöku Blindrafélagsins að starfi hópanna.
Samþykkt var að fela SUH að finna félagsmenn til að tilnefna í hópana.
9. Önnur mál.
HSG: Spurði KHE um viðburði í tilefni af 80 ára afmæli BVS.
Fundi slitið kl. 17:30.
Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.