Fundargerð stjórnar nr. 2 2021-2022

Fundargerð 2. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2021 – 2022, haldinn miðvikudaginn 16. júní kl. 16:00.  

Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) varaformaður, Kaisu Hynninen (KH) ritari, Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) gjaldkeri, Eyþór Kamban Þrastarson (EKÞ) meðstjórnandi, Dagný Kristmannsdóttir (DK) varamaður, Halldór Sævar Guðbergson (HSG) varamaður, Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður, Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri. 

Forföll:  

1. Fundarsetning. 

SUH setti fundinn og bar upp tillögu að dagskrá, sem hefur verið aðgengileg inn á Teams svæði stjórnar. Var tillagan samþykkt 

2. Afgreiðsla fundargerðar. 

Fundargerð seinasta fundar sem að legið hefur frammi á Teams svæði stjórnarinnar  var samþykkt samhljóða og verður send stjórnarmönnum til rafræns samþykkis.   

3. Lýst eftir öðrum málum. 

ÁEG með eitt erindi. 

4. Inntaka nýrra félaga. 

Fyrir lágu fjórar umsóknir um félagsaðild. Voru þær samþykktar með fyrirvara um staðfestingu aðalfundar. 

5. Skýrslur, bréf og erindi. 

Í skýrslu formanns var fjallað um: 

  • Stöðuúttekt á þjónustunni við blint og sjónskert fólk. 

  • Rauða fjöðrin starfsárið 2021 - 2022.  

  • Leiðsöguhundablogg. 

  • Verkefnisstjóri aðgengismála - ÖBÍ, Sambands íslenskra sveitarfélag og Sveitastjórnarráðuneytis. 

  • Nefndir, deildir og hópar innan Blindrafélagsins og samráðsfundur. 

  • RP Norden. 

  • NSK fundur í ágúst 2021. 

  • Viðburðir framundan og mikilvægar dagsetningar.  
     

Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um: 

  • Stöðumat á þjónustu við blint og sjónskert fólk. 

  • Framkvæmdir við 5. hæð Hamrahlíðar 17. 

  • Fjáraflanir. 

  • Ferðaþjónusta Blindrafélagsins.  

  • Samþykkt fundargerða. 

  • RIWC 2022. 

  • Fjarfundarbúnaður. 

  • Fréttir frá Alþingi.  

6. Hamrahlíð 17. 

Farið var yfir þær vendingar sem gerð er grein fyrir í skýrslu framkvæmdastjóra  

7. NSK og NKK fundir. 

SUH gerði grein fyrir því að Ísland taki við formennsku í NSK og NKK. SUH mun gegna formennsku í NSK og Kaisu i NKK. SUH og ÁEG munu sækja NSK fundinn og Kaisa og Kaisu munu sækja NKK fundinn. Fundirnir verða haldnir 30 ágúst til 1 september í Færeyjum.  

8. Samráðsfundur Blindrafélagsins. 

SUH lagði til að Samráðsfundur Blindrafélagsins yrði haldinn 10. september næstkomandi. Var tillagan samþykkt samhljóða.  

9. Önnur mál. 

ÁEG: gerði að umtalsefni hvernig mætti auka möguleika á því að kynna betur starfsemi félagsins og þá sérstaklega á landsbyggðinni. Bent var á að hægt væri að halda úti Facebook síðu fyrir til dæmis Suðurlandsdeildina. Skrifstofan getur aðstoðað við að setja upp slíka síðu. 

Fréttir bárust af því að Már Gunnarsson sundmaður og Patrekur Andrés Axelsson sprett hlaupari hefðu báðir unnið sér inn keppnisrétt á Ólimpíumót fatlaðra í Japan í ágúst og september.  

Fundi slitið kl. 17:15. 

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.