Formaður færeyska Blindrafélagsins í heimsókn á Íslandi

Formaður færeyska Blindrafélagsins, Ruth Thomson, er nú stödd á Íslandi í boði Blindrafélagsins. Hún mun kynna sér starfsemi Blindrafélagsins og þá þjónustu sem blindum og sjónskertum einstaklingum á Íslandi stendur til boða af hálfu Þjónustu og Þekkingamiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga og Blindrabókasafns Íslands. Hún mun jafnframt sitja aðgegnisráðstefnu Blindrafélagsins sem haldin verður í tilefni dags Hvíta stafsins mánudaginn 15 október.