Félagsmálaráðherra leggur fram tillögu um að sameina Þjónustu og þekkingarmiðstöðina fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga öðrum þjónustustofnunum fatlaðs fólks.

Stjórn Blindrafélagsins boðar til félagsfundar fimmtudaginn 3 apríl kl 17:00 að Hamrahlíð 17.

Á dagskrá fundarins verður kynning á framkomnum tillögum Félagsmálaráðherra, Eyglóar Harðardóttur, um sameiningu þriggja þjónustustofnana velferðarráðuneytisins sem veita fötluðu fólki sérhæfða þjónustu. Stofnanirnar eru: Greiningarstöð og ráðgjafarstöð ríkisins, Heyrnar og talmeinastöð Íslands og Þjónustu og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, auk þess sem gert er ráð fyrir að starfsemi TMF - Tölvumiðstöð verði hluti að hinni nýju stofnun.

Hugmyndin ráðuneytisins er að leggja frumvarp fram á vorþingi til kynningar og helst þannig að hægt verði a ð óska umsagna hagsmunaaðila um efni frumvarpsins. Síðan er hugmyndin að setja frumvarpið á vef ráðuneytisins og óska eftir umsögnum sem unnt verði að taka til skoðunar áður en frumvarpið verður lagt fram á haustþingi. Áformað er að hin nýja stofnun taki til starfa 1. janúar 2015.

Þór Þórarinsson frá Velferðarráðuneytinu kemur á fundinn og mun kynna tillögurnar og svara spurningum.

Stjórn Blindrafélagsins mun á fundinum kynna þær athugasemdir við frumvarpið sem fyrirhugað er að senda inn auk þess að hlusta eftir viðhorfum félagsmanna á fundinum, en athugasemdum ber að skila fyrir kl 17:00 föstudaginn 4 apríl.

Hér er skýrsla sem gerð var af ráðuneytinu um fýsileika þess að sameina stofnanirnar.

Áður kynnt fundarefni um útvíkkun á rétti til félagsaðildar að Blindrafélaginu, verður kynnt og tekið til umræðu ef tími gefst til.