Styrkir úr sjóðnum "Blind börn á Íslandi" 

Styrkir úr sjóðnum „Blind börn á Íslandi“

 

Sjóðurinn Blind börn á Íslandi veitir styrki til blindra og sjónskertra barna á Íslandi allt að 18 ára aldri.  Sjóðurinn veitir einungis styrki vegna atburða og/eða hluta sem eru annars ekki styrktir af almannatryggingum, félagsþjónustu sveitafélaga eða af öðrum stofnunum eða sjóðum sem koma að málum blindra og sjónskertra barna.

 

Úthlutað verður styrkjum úr sjóðnum á Sumardaginn fyrsta næstkomandi sem er  24. apríl 2014.  Umsóknir um styrki þurfa að hafa borist eigi síðar en 16. apríl 2014.

 

Umsóknir skal senda til Blindrafélagsins, Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík eða á netfangið olafur@blind.is  Umsóknir  skulu vera skriflegar og þeim fylgja kostnaðaráætlun vegna þess sem sótt er um.