Víðsjá, tímarit Blindrafélagsins 1 tb. 5 árg. 2014.
Kjarnaumfjöllun Víðsjár, tímarits Blindrafélagsins, að þessu sinni er um ofbeldi gegn fötluðum konum. Rætt er við Ásdís Aðalbjörg Arnalds og Hrafnhildi Snæfríðar-og Gunnarsdóttur, sem rannsökuðu ofbeldi gegn fötluðum konum sem hluta af verkefni um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum. Rannsóknina gerðu þær fyrir hönd Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir velferðarráðuneytið. Þær ræddu við 13 fatlaðar konur sem allar höfðu upplifað ofbeldi í barnæsku af einhverjum toga. Flestir viðmælendur höfðu orðið fyrir einelti í barnaskóla og töldu að skólakerfið hefði brugðist sér.
Leiðari formanns Blindrafélagsins, Kristins Halldór Einarssonar, fjallar um viðhorf og ofbeldi. Í blaðinu er einnig rætt við Rósu Maríu Hjörvar varaformann Blindrafélagsins, sem segir frá frumkvæði Blindrafélagsins um að koma á fót fagráði um meðferð kynferðisbrota gegn fötluðu fólki. Þá er vital við Guðrúnu Jónsdóttur sem segir frá viðbrögðum Stígamóta.
Meðal annars efnis í Víðsjá er:
Viðtal við Lindu Ósk Hilmarsdóttur sem flutti í Hafnarfjörð frá Reykjavík í fyrra. Hún þurfti að hætta við að fara í nám vegna þess að Hafnarfjarðabær hafnaði að veita henni þá ferðaþjónustu sem hún þurfti til að geta lagt stund á námið sem hún hafði valið sér.
Þá eru viðtöl eru við þau Söndru Sif Gunnarsdóttur og Már Gunnarsson, sem bæði æfa og kepp í sundi, en þau voru fulltrúar á barna- og ungmennaþingi Blindrafélagsins sem haldið var á alþjóðlegum degi Hvíta stafsins, 15. október sl.
Viðtal er við Guðmund Viggósson augnlæknir, sem lét af störfum sem yfirlæknir Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga á síðasta ári. Enn á þeim vattvangi hafði hann starfað í 27 ár,
Ítarleg kynning er á Vefvarpi Blindrafélagsins sem hefur opnar nýjan heim fyrir eldra blint og sjónskert fólk að fjölmiðlum og afþreygingu sem fram til þessa hefur verið þeim óaðgegnilegt.
Sagt er frá starfsemi Fjólu – félags fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Enn um þessar mundir er liðin 20 ár frá stofnun félagsins, sem lengi vel hét Daufblindrafélag Íslands.
Kynning er á Leiðsöguhundadagatali Blindrafélagsins fyrir árið 2014. Tilgangurinn með útgáfu þess er að afla fjár til kaupa og þjálfunar á hundum sem geta orðið leiðsöguhundar fyrir blinda einstaklinga.
Víðsjá er send út til allra félagsmanna og um 20 þúsund velunnara Blindrafélagsins.