Tilgangur vetrarbúðanna er að gefa krökkunum tækifæri til að prófa ýmsar vetraríþróttir svo sem skíðagöngu, skauta og krullu. Megin áherslan verður þó lögð á svigskíðakennslu sem skíðakennarar á Hliðarfjalli sjá um. Markmið vetrarbúðanna er að styrkja sjálfstraust barnanna og trú á eigin getu og að sýna fram á að þrátt fyrir sjónskerðingu sé hægt að stunda útivist og vetraríþróttir.
Síðast liðið sumar stóð Blindrafélagið í fyrsta sinn fyrir sumarbúðum fyrir þennan aldurshóp í Reykjadal. Þá kom vel í ljós hvað það er mikilvægt að bjóða blindum og sjónskertum einstaklingumn í þessum aldurshóp upp á að reyna sig við fjölbreyttar áskoranir. Vetrarbúðirnar eru liður í því.
Nánari upplýsingar veita Marjakaisa Matthíasson, GSM: 899 8695 og Halldór Sævar Guðbergsson, GSM: 860 5810.