Á fundinn mættu 30 félagar úr stjórn félagsins, AMD deild, Foreldradeild, Ungblind, RP deild deild, Norðurlandsdeild, Skemmtinefnd, Tómstundanefnd, Ferða og útivistarnefnd, jafnréttisnefnd, bókmenntaklúbbi opnu húsi og trúnaðarmenn, auk starfsmanna. Sérstakir gestir voru félagsmenn frá Fjólu, félagi fólks með samþætta sjón og heyrnarskerðingu. Á fundinn mætti jafnframt Bergvin Oddson sem fulltrúi Suðurlandsdeilar og Vesturlandsdeildar.,
Í upphafi fundar var Edda Björgvins með fyrirlestur um mikilvægi húmors í samskiptum og var þá mikið hlegið.
Þegar farið hafði verið yfir alla viðburði á vettvangi Blindrafélagsins frá áramótum fram á sumar kom í ljós að þeir voru um 100 talsins. Meðal viðburða má nefnda þorrablót Blindrafélagsins, þann 6 febrúar á vegum skemmtinefndar, þorrablót norðurlandsdeildar, ilmolíunámskeið á vegum tómstundanefndar, fræðslufund um næringu og sjónheilsu á vegum AMD deildar, fræðslufund um erfðaráðgjöf á vegum RP deildar, gönguferðir á vegum ferða og útivistarnefndar, leikhússýningu á vegum foreldradeildar, kaffihúsahittinga á vegum Ungblindar og margt fleira.
Alla viðburðina má sjá á viðburðardagatali Blindrafélagsins á www.blind.is