Sigríður átti ættir að rekja til Vestur-Skaftafellssýslu en bjó öll sín fullorðinsár í Reykjavík. Hún átti enga lögerfingja en eftir lát hennar fundust í hennar fórum 2 ódagsettar, vottaðar erfðaskrár sem skiptastjóri mat gildar.
Samkvæmt þeim erfði Blindrafélagið helming af bankainnistæðum Sigríðar Margrétar á móti Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra.
Sigríður eignaðist fatlaðan son á árunum kringum 1940 en hann lést innan við tvítugt. Önnur börn eignaðist hún ekki og bjó hún ein eftir lát sonar síns og var að því er okkur hefur verið sagt mikill einstæðingur síðustu ár ævi sinnar.
Sigríður var efnuð kona því hún átti auk áðurnefndra bankainnistæða, verðmæta húseign í Reykjavík auk tveggja jarða undir Eyjafjöllum. Öllum þessum eignum ráðstafaði hún í erfðaskrám sínum.
Velvilji og hlýhugur Sigríðar í garð Blindrafélagsins á sannanlega efir að koma sér vel í framtíðinni þegar fjármagna þarf ný verkefni til hagsbóta fyrir félagsmenn.
Blessuð sé minning Sigríðar Margrétar Magnúsdóttur.“