Betri borg fyrir blinda

Fréttatilkynning

Á morgun er góðgerðardagur og því ætlar 4.NÞ úr Kvennaskólanum að gera sitt til þess að tryggja aðgengi blindra og sjónskertra í miðborg Reykjavíkur.

Góðverkadagurinn er árlegur viðburður þar sem nemendur Kvennaskólans styrkja félagasamtök og önnur góð málefni. Hver bekkur fær úthlutað einu líknarfélagi og í ár kom það í hlut 4.NÞ að vekja athygli á Blindrafélaginu. Bekkurinn valdi að vekja athygli á aðgengismálum blindra og sjónskertra í höfuðborginni og mun ganga um og upplýsa mismunandi aðila um aðgengismál og skrá niður þær hættur sem á vegi þeirra verða.

„Það er frábært að fá tækifæri til þess að aðstoða við þetta og taka þátt í að tryggja sjálfsögð réttindi blindra og sjónskertra til að ferðast um eins og aðrir.“ Segir Signý Sveinsdóttir úr 4.NÞ

 Helstu vandamál varðandi aðgengi blindra og sjónskertra í miðbænum er allt það sem sett er á gangstéttir sem á ekki heima þar, auglýsinga skilti, standar og aðrir farartálmar. Þar að auki vantar hljóðmerki víða við gangbrautir. Þar á meðal við eina fjölförnustu gangbraut Reykjavíkur sem liggur frá Bankastræti yfir á Lækjartorg.

 „Reykjavíkurborg hefur sýnt mikinn vilja til þess að tryggja aðgengi í miðborgini,“ segir Rósa María Hjörvar, aðgengisfulltrúi Blindrafélagsins, „en verkefnin eru mörg og til þess að leysa þau þurfa allir sem nota miðbæinn að vera meðvitaðir um þetta. Það er þvi æðislegt að fá svona kraftmikið ungt fólk í lið með sér í þessa baráttu.“

Blindrafélagið hefur ákveðið að leggja áheyrslu á það sem kallað er ferilfræðilegt aðgengi blindra og sjónskertra næstu misserin í von um að bæta úr þessum vanda.

„Við skulum ekki gleyma því að bætt aðgengi fyrir blinda og sjónskerta nýtist fleirum,“ segir Rósa:  „ öll þurfum við betri lýsingu með aldrinum og gott aðgengi á gangstéttum og göngustígum hjálpar til við tryggja umferðaröryggi allra gangandi vegfaranda.“

 Góðgerðardagurinn fer fram þann 28. febrúar og fá þá allir nemendur frí frá kennslustundum til að leggja sitt að mörkum.

 

Frekari upplýsingar veita:

Rósa María Hjörvar, Aðgengisfulltrúi Blindrafélagsins, rosa@blind.is , s.898 7228

Signý Sveinsdóttir, 4.NÞ, SignySv@kvenno.is , s. 866 9919