Á það hefur verið bent að ferilfræðilegt aðgengi blindra og sjónskertra gangandi vegfarenda hefur farið versnandi á undanförnum árum á höfuðborgarsvæðinu. Svo virðist sem að í hugum flestra snúist bætt aðgegni um hjólastólarampa og fátt annað Blindrafélagið hefur ekki sinnt þessum málaflokki nægjanlega vel á undanföfnum árum og þörf er á að bæta þar úr. Það mætti til dæmis gera með því að stofna til átaksverkefnis til að vinna upp þann slaka sem er orðinn í þessum málaflokki. Samskipti við framkvæmdar og eignasvið Reykjavíkurborgar gefur til kynna að ríkur viji sé til úrbóta þar sem þeirra er þörf.
Ferðafrelsi eru sjálfsögð mannréttindi, en við hugsum það oftast í miklu hátíðlegra samhengi en raun ber vitni. Sannleikurinn er sá að flest allar ferðir okkar förum við í okkar næsta nágrenni. Hvort sem það er labbitúrinn niðrí sjoppu eða ferðirnar fram og tilbaka með börn í dagvistun eru flestar ferðir okkar í lífinu stuttar og venjubundnar. Það er því þetta daglega ferðafrelsi sem skiptir öllu fyrir frjálsan einstakling og það er það ferðafrelsi sem félagið á að leggja áheyrslu á að tryggja blindum og sjónskertum.
Markmið
Að auka vitund stjórnvalda og almennigs á nauðsyn þess að gott ferilfræðilegt aðgegni sé tryggt og upplýsa hversu mörgum það nýtist. Að auka upplýsingastig blindra og sjónskertra einstaklinga, samfélagsins og hins opinbera og breyta vinnuferlum og ákvörðunartöku til frambúðar til þess að stuðla að raunverulegu ferðafrelsi blindra og sjónskertra á Íslandi.
Verkefnið
Þetta verkefni byggir á þremur stoðum:
1. Möguleikar og ábyrgð einstaklingsins
Að kynna blindum og sjónskertum þá möguleika sem þeir hafa til þess að hafa áhrif á eigin aðgengismál. Að halda utan um þarfir þeirra og koma kröfum til skila til réttra aðila.
2. Möguleikar og ábyrgð samfélagsins.
Að kynna þarfir blindra og sjónskertra í aðgengis málum fyrir almennum borgurum og benda á þau fjölmörgu tækifæri sem húseigendur og rekstraraðilar hafa til þess að bæta aðgengi.
3. Möguleikar og ábyrgð hins opinbera.
Að koma upp tengslum við rétta aðila á öllum þeim sviðum sem tengast aðgengi blindra og sjónskertra. Að upplýsa um þarfir þeirra og setja fram kröfur í því samhengi. Enn einnig benda á tækifæri og reyna að bæta vinnuferli hins opinbera í allri ákvörðunartöku sem snýr að málaflokknum.
Með þessar þrjár stoðir í huga er hægt að vinna að fjölmörgum verkefnium m.a.
- Efna til kynninga, í samstarfi við ÞÞM, meðal embættismanna sveitarfélaga um ferilfræðilegt aðgegni blindra og sjónskertra og hvað þarf að hafa í huga við hönnun mannvirkja. Kynna í því sambandi hugmyndafræði algildrara hönnunar og sýna dæmi um bæði gott og slæmt aðgengi.
- Koma athugasemdum á framfæri þegar hönnun eða endurbætur á rmannvirkjum er í gangi.
- Efna til samstarfs við Umferðarstofu í því skini að kynna fyrir þeim sem hjóla á göngustígum hættuna sem getur falist í því að hjóla á mikilli ferð framhjá blindum eða sjónskerum einstaklingum.
- Kortlagnig gangbrautaljós sem eru með og án hljóðmerkja og gera tillögu til viðkomandi sveitarfélaga um úrbætur.
- Koma upp tilkynnigarkerfi (gsm) sem lætur vita af framkvæmdum sem geta orðið að aðgengishindrunum fyrri gangandi blinda og sjónskerta vegfarendur.
- Gera aðgegnisúttektir, í samstarfi við ÞÞM, á m.a. opinberum stofnunum og koma athugasemdum á framfæri við þar til bæra aðila.
- Skipuleggja átaksverkefni nú í sumar sem felur í sér úrbætur í aðgengi fyrir blinda og sjónskerta í miðbæ Reykjavíkur.