Nú leggur fyrir niðurstaðan úr áheitasöfnun í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka uppskeran var blómleg á alla vegu. Metþátttaka var í hlaupinu þetta árið og aldrei hefur verið safnast meira fé til góðra málefna en nú. Tæpar 46 milljónir króna söfnuðust til handa 130 félögum en um 3.400 hlauparar söfnuðu áheitum og hlupu til góðs að þessu sinni. Veðrið lék við hlauparna og stemmningin í bænum var mikil og ánægjuleg. Íslandsbanki á þakkir skildar fyrir frumkvæði sitt og ómælda vinnu við allt utanumhald og hvatningu bæði við hlauparana sjálfa og góðgerðafélög sem safnað var áheitum til.
Margir sem hlupu í Reykjavíkurmaraþoni að þessu sinni söfnuðu áheitum til styrktar blindum og sjónskertum og lögðu með því sitt af mörkum til þess að styrkja stöðu blindra og sjónskerta á Íslandi og efla þá til þess að lifa sjálfstæðu og innihaldsríku lífi. Allt þetta fólk á þakkir skildar fyrir stuðning sinn við starfsemi hagsmunafélaga og sjóða sem styrkja blinda, sjónskerta og daufblinda til virkrar þátttöku í samfélaginu.