Víðsjá, tímarit Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra er komið út, 2 tölublað 4 árgangur. Blaðinu er dreift í yfir 20 þúsund eintökum til félagsmanna Blindrafélagsins, velunnarar þess og ýmissa stofnanna og starfsstétta. Samkvæmt skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Blindrafélagið meðal lesenda Víðsjár þá skoða um 90% þeirra sem fá blaðið sent það. Af þeim sem skoða blaðið eru 88,5% ánægðir með efnistök blaðsins. Þessar tölur gera Víðsjá að einu mest lesna tímariti landsins. Að venju þá er blaðið fjölbreytt af efni og meðal þess sem fjallað er um í blaðinu er:
Inn í uppljómað umhverfi þekkingar, klínískra tilrauna og meðferða: Viðtal við vísindamann í fremstu röð, Dr. Gerald Chader, sem og Christinu Fassler, forseta Retina International, um það sem er að gerast í leitinni að meðferðum við ólæknandi arfgengum hrörnunarsjúkdómum í sjónhimnu.
Skytturnar þrjár: Þær berjast fyrir réttindum fatlaðs fólks. Þær eru Helga Dögg Heimis-dóttir, 19 ára, Snædís Hjartardóttir, 17 ára, og Áslaug Ýr Hjartardóttir, 16 ára. Sumarverkefni þeirra fólst í því að skoða aðgengismál í Reykjavíkurborg.
Íva Marín er blind en lætur það ekki stoppa sig. Hún er ung og upprennandi söngstjarna sem tók m.a. tók þátt í flutningi á óperunni La Bohème eftir Puccini í Hörpu á þessu ári.
Hvíti stafurinn gagnlegur í reykköfun: Slökkviliðsmenn á höfuðborgarsvæðinu sátu námskeið í apríl síðastliðnum til að kynna sér aðferðir fyrir blinda við að rata og átta sig á umhverfinu, meðal annars með hvíta stafnum.
Gangstéttir eru fyndið fyrirbæri þótt fáir gefi þeim gaum: Rósa María Hjörvar skrifar um gangstéttir.
Nýr íslenskur talgervill - Bætt lífsgæði, íslensk málrækt:
„Talgervill er lykilverkfæri fyrir blint og sjónskert fólk til þess að það geti nýtt sér stafræna upplýsingatækni á netinu,“ segir Kristinn Halldór Einarsson, formaður Blindrafélagsins. Einnig getur hann gefið lesblindum ný tækifæri til náms. Talgervillinn les upp nánast hvaða efni sem er á tölvunni þinni og fer í dreifingu á haustdögum. Hægt er að nota talgervilinn í skjálesarabúnað, sem texta-lesara, sem vefsíðulesara, í Android síma, til notkunar í símkerfum, hraðbönkum og öðrum samskiptabúnaði. Blindrafélagið átti frumkvæði en kostnaðurinn við smíðina er um 85 milljónir kr. Fyrstu sjónlýsingar á bíó- og ljósmynda-sýningu á Íslandi.
Undirbúningur stóð í marga mánuði og túlkar unnu glænýtt handrit upp úr myndinni. Víða erlendis þykir sjónlýsing í kvikmyndahúsum sjálfsögð. Bls. 30.
Fjáröflun til styrktar rannsóknum í baráttunni gegn blindu:
Fjáröflunarganga þvert yfir England í þeim tilgangi að safna fé til rann-sókna á ólæknandi arfgengum sjónhimnusjúkdómum sem eru í dag algengasta orsök blindu hjá börnum og ungu fólki.
Gulllampi Blindrafélagsins afhentur á aðalfundi félagsins 19. maí 2012.
Styrkúthlutanir nýs styrktarsjóðs: Stuðningur til sjálfstæðis – styrktarsjóður Blindravinafélags Íslands og Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi (STS) var stofnaður árið 2011 og veitti sína fyrstu styrki síðast liðið vor.
Uppskriftir: Eitt albesta berja- og sveppaárið?