Styrkur til sjóðsins Blind börn á Íslandi frá Rio Tinto Alcan

Fréttatilkynning:

Mynd af viðtakendum sem hlutu styrk frá starfsmönnum Álversins í StraumsvíkÁlverið í Straumsvík hvetur starfsmenn sína til þess að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni til styrktar góðgerðafélagi að eigin vali og greiðir síðan styrki til viðkomandi félags.  Að þessu sinni valdi „IPU“ hópur Álversins  að hlaupa til styrktar sjóðnum Blind börn á Íslandi  og hlaut sjóðurinn þar af leiðandi 100.000 króna fjárstyrk frá Rio Tinto Alcan á Íslandi.  Þetta kemur sér að sjálfsögðu vel fyrir sjóðinn og mun nýtast vel til áframhaldandi góðra verka.
Forsvarsmönnum góðgerðastofnanna var síðan boðið til kaffisamsætis til þess að taka við styrknum og hitta sjálfa hlauparana í höfuðstöðvum Álversins í Straumsvík föstudaginn 24.ágúst og var það hátíðleg og skemmtileg stund.  Hlaupahóparnir voru fjölmargir og voru að jafnaði tíu manns í hverjum hóp, góðgerðafélögin sem nutu góðs af dugnaði starfsmanna og höfðingsskap Álversins voru því mörg og af margvíslegu tagi og allir voru þeir brosmildir og glaðir á góðum degi eins og sést á meðfylgjandi mynd af styrkþegum ásamt forstjóra Álversins Rannveigu Rist.