Afhending söfnunarfjár úr landssöfnun Lionshreyfingarinnar á Íslandi

Alls söfnuðust um tólf og hálf milljón króna sem renna munu í leiðsöguhundaverkefni Blindrafélagsins, en í haust eru væntanlegir til landsins 4 leiðsöguhundar fyrir blinda sem þjálfaðir eru í Noregi. Þeim til viðbótar koma 2 hundar til landsins á næsta ári en hafa ber í huga að þjálfun leiðsöguhunds tekur um eitt ár.

Afhending söfnunarfjárins fer fram um kl 12:00 í samkomusal Blindrafélagsins, 2. hæð, og eru fulltrúum þíns fjölmiðils boðið að vera viðstaddir athöfnina.

Lionshreyfingin á Íslandi og Blindrafélagið þakka Lionsfólki og landsmönnum öllum þann höfðingsskap og velvild sem þau sýndu við söfnun þessarar háu fjárhæðar og senda alúðarkveðjur til allra sem að málinu komu.

Nánari upplýsingar veita:

frá Lionshreyfingunni – Sigurjón Einarsson, sími: 824 8820

frá Blindrafélaginu – Ólafur Haraldsson, sími: 893 6638