Þegar sótt er um leiðsöguhund þarf að rökstyðja þörfina fyrir hundinn sem hjálpartæki og fylla út umsóknareyðublað þar að lútandi. Umsókninni þarf að fylgja vottorð frá heimilislækni um almennt heilsufar umsækjenda á sérstöku eyðublaði sem liggur frammi á skrifstofu félagsins og vottorð um ástand sjónarinnar frá augnlækni. Vottorðin verða að vera innan við 12 mánaða gömul.
Áður en umsækjandi fær úthlutað leiðsöguhundi þarf hann að taka þátt í námskeiði um notkun hundsins hjá Leiðsöguhundaskóla norsku Blindrasamtakanna en þjálfarar skólans sem verða á landinu í september næstkomandi munu þá halda fornámskeið fyrir þá umsækjendur sem uppfylla öll skilyrði til umsóknar. Á námskeiðinu er kennd meðferð hundsins og könnuð hæfni manns og hunds til aðlögunar og samvinnu. Markmiðið með námskeiðinu er að fá sem besta mynd af því hverjar væntingar umsækjenda eru til hundsins og hvaða tegund hunds hentar honum best. Þátttaka í námskeiðinu er hvorki bindandi skuldbinding fyrir umsækjanda né skólann. Umsækjandi getur dregið umsókn sína til baka að loknu námskeiði og á sama hátt getur skólinn ákveðið að umsækjanda henti ekki leiðsöguhundur.
Þeir sem hafa áhuga á að sækja um að fá leiðsöguhund þurfa að sækja um það hjá Klöru Hilmarsdóttur ráðgjafa Blindrafélagsins fyrir 1. júní 2008.
Mikilvægt er að fylla út umsókn og nálgast gögn hjá Blindrafélaginu Í Hamrahlíð 17 sem allra fyrst. Umsóknareyðublaðið er á norsku en ráðgjafi veitir alla þá aðstoð sem á þarf að halda við útfyllingu umsóknarinnar. Stjórn Blindrafélagsin