Ný stjórn UngBlind

Fimmtudaginn 17. apríl var haldinn aðalfundur UngBlind í samkomusal Blindrafélagsins.Ágætis mæting var á fundinn, alls 9 manns. Tekin var sú ákvörðun að UngBlind myndi segja sig úr LÆF (Landsambandi Æskulýðsfélaga). Auk þess var kosin ný stjórn og er hún með nýju sniði.  Í stað þriggja stjórnarmanna og tveggja varamanna var ákveðið að hafa fimm manna aðalstjórn og engann til vara.

Í stjórn voru kosin: Eyþór Þrastarson formaður, Linda Ósk Hilmarsdóttir varaformaður, Hlynur Þór Agnarsson gjaldkeri, Guðfinnur Karlsson ritari og Bergvin Oddsson meðstjórnandi.