Stjórn Blindrafélagsins hefur fjallað um og leitað sér ráðgjafar hjá persónuvernd varðandi afhendingu á félagaskrá Blindrafélagsins til frambjóðenda til trúnaðarstarfa fyrir félagið.
Núverandi stjórnarsamþykkt, sem er nokkurra ára gömul, felur í sér að félagsmönnum standi til boða að fá afhenta félagaskránna enda verði hún ekki notuð í viðskiptalegum tilgangi. Athugið að hér er eingöngu átt við félagsmenn, ekki bakhjarla, en tveir slíkir eru meðal frambjóðenda.
Stjórn félagsins hefur ákveðið, að þeim bakhjörlum sem og félagsmönnum sem eru í framboði og þess óska, standi til boða að fá félagskránna. Áður en skráin verður afhent verður hún hinsvegar samkeyrð með þjóðskrá þar sem að allir sem hafa óskað eftir bannmerkingu í þjóðskrá verða fjarlægðir úr skránni. Einnig mun félagsmönnum verða gefin kostur á að andmæla því að upplýsingar um þá séu í skránni. Er þetta gert til að uppfylla ákvæði 28 greinar um persónuvernd. Að þessum skilyrðum uppfylltum mun félagaskráin verða afhent þeim frambjóðendum sem þess óska mánudaginn 14 mars.
Þeir sem óska eftir að vera fjarlægðir úr félagaskránni áður en hún verður afhent frambjóðendum vinsamlegast látið vita með því að senda tölvupóst á khe@blind.is í seinasta lagi fyrir kl 12:00 mánudaginn 14 mars.. Það sama gildir um þá frambjóðendur sem að óska eftir að fá félagsskránna afhenta, vinsamlegast sendið tölvupóst á khe@blind.is
Í 28. grein laga um persónuvernd nr 77/2000 segir m.a.
"Ábyrgðaraðila er heimilt að afhenda félaga-, starfsmanna- eða viðskiptamannaskrár til nota í tengslum við markaðssetningarstarfsemi. Þetta á þó aðeins við ef:
1. ekki telst vera um afhendingu viðkvæmra persónuupplýsinga að ræða,
2. hinum skráðu hefur, áður en afhending fer fram, verið gefinn kostur á að andmæla því, hverjum fyrir sitt leyti, að upplýsingar um viðkomandi birtist á hinni afhentu skrá,
3. slíkt fer ekki gegn reglum eða samþykktum viðkomandi félags,
4. ábyrgðaraðili kannar hvort einhver hinna skráðu hefur komið andmælum á framfæri við [Þjóðskrá Íslands],1) sbr. 2. mgr., og eyðir upplýsingum um viðkomandi áður en hann lætur skrána af hendi."
Lög um persónuvernd nr 77/2000: