Tilkynning um utankjörfundaratkvæðagreiðslu hjá landshlutadeildum Blindrafélagsins.

Í samræmi við reglur sem stjórn Blindrafélagsins hefur sett og ná til framkvæmdar á utankjörfundaratkvæðagreiðslu í kosningum til formanns og stjórnar Blindrafélagsins, er hér með boðað til utankjörfundaratkvæðagreiðslu á eftirfarandi stöðum og tímum:

Norðurlandsdeild, miðvikudaginn 16. mars frá kl. 13:30 - 15:45 á fjórðu hæð að Skipagötu 14,  Akureyri.
Suðurlandsdeild,  miðvikudaginn 16. mars frá kl. 13:30 - 16:00 að Grænumörk 5, Selfossi
Suðurnesjadeild, miðvikudaginn 16. mars frá kl 13:30 - 16:00 á annarri hæð á Nesvöllum í Reykjanesbæ. 
Vesturlandsdeild, miðvikudaginn 16. mars frá kl 13:30 - 16:00 á skrifstofu Dvalarheimilisins Höfða á Akranesi.

Félagsmenn eru hvattir til þess að hlýða á frambjóðenda kynningar á Völdum greinum, heimasíðu félagsins eða í vefvarpi Blindrafélagsins.  

Þeir sem óska eftir að nýta sér þessa utankjörfundaratkvæðagreiðslu þurfa að tilkynna  um það til skrifstofu félagsins í síma 525 0000 fyrir kl. 12:00 þriðjudaginn 15. mars.