Ársreikningar, skýrslur og lagabreytingatillögur.
Nú liggja fyrir á rafrænu formi ársskýrslur og reikningar vegna 2015 og lagabreytingar fyrir aðalfund Blindrafélagsins, sem haldinn verður laugardaginn 19 mars næstkomandi.
Ársskýrslu Blindrafélagsins má skoða í pdf skrá hér.
Reikningar Blindrafélagsins og sjóða liggja frammi á skrifstofu félagsins.
Þessi gögn verða svo aðgengileg á svartletri, punktaletri og hljóðformi föstudaginn 11. febrúar.á skrifstofu félagsins, eins og lög félagsins mæla fyrir um.
Lagabreytingar
Eftirfarandi lagabreyttingatillögur voru sendar inn:
Tillaga til breytinga á 6. grein laga Blindrafélagsins
6. gr. laga Blindrafélagsins er svohljóðandi:
Almennan félagsfund skal stjórn boða með minnst viku fyrirvara með dagskrá á miðlum félagsins eða á annan opinberan hátt.
Boðað skal til almenns félagsfundar ef minnst 10 aðalfélagar óska þess og senda stjórn félagsins um það skriflega beiðni. Skulu þeir tilgreina ástæðu þess að óskað er eftir að félagsfundur verði boðaður. Stjórn skal boða til og halda fundinn innan hálfs mánaðar frá því að ósk berst.
Lagt er til að seinna málsgrein 6. greinar verði svohljóðandi:
Boðað skal til almenns félagsfundar ef minnst 5 % félagsmanna óska þess og senda stjórn félagsins um það skriflega beiðni. Skulu þeir tilgreina ástæðu þess að óskað er eftir að félagsfundur verði boðaður. Stjórn skal boða til og halda fundinn innan hálfs mánaðar frá því að ósk berst.
Greinagerð:
Eftir að þessi lagagrein var samþykkt hefur fólki fjölgað umtalsvert í Blindrafélaginu og eru nú rúmlega 660 manns félagar (áður talað um aðalfélaga). Af þeim fjölda eru 10 manns tæplega 2 % félagsmanna. Það er að mati okkar sem flytjum þessa breytingatillögu mjög óeðlilegt að svo lítill fjöldi félagsmanna geti krafist félagsundar.
Marjakaisa Matthíasson.
Gísli Helgason.
Brynja Arthúrsdóttir.
Steinar Björgvinsson.
Elma Finnbogadóttir.
Lilja Sveinsdóttir.
Lagabreytingatillaga frá kjörnefnd Blindrafélagsins
Inn í 2. mgr. 8 gr. verði bætt þessari setningu:
"Kjörnefnd skal jafnframt leggja mat á kjörgegni frambjóðenda með því að kanna hvort frambjóðendur eru félagar eða bakhjarlar og skuldi ekki gömul félagsgjöld..
Grenin verði þá svohljóðandi:
8. gr.
Aðalfund skal halda eigi síðar en í maílok ár hvert og skal hann boðaður með minnst fjögurra vikna fyrirvara. Framboðum til stjórnar félagsins og tillögum að lagabreytingum skal skila til skrifstofu félagsins eigi síðar en þremur vikum fyrir boðaðan aðalfund.
Berist fleiri framboð til stjórnar en kjósa á um hverju sinni skal stjórn félagsins undirbúa kosningu og birta lista yfir þá sem í kjöri eru. Berist ekki nægilegur fjöldi framboða skal kjörnefndin, svo fljótt sem verða má, hlutast til um að afla þeirra fyrir aðalfund. Kjörnefnd skal jafnframt leggja mat á kjörgegni frambjóðenda með því að kanna hvort frambjóðendur eru félagar eða bakhjarlar og skuldi ekki gömul félagsgjöld.. Falli atkvæði í kosningum jafnt á frambjóðendur skal hlutkesti látið ráða röð.
Stjórn skal setja nánari reglur um framkvæmd kosninga og utankjörfundaratkvæðagreiðslu og skulu þær birtar félagsmönnum.
Kjörnefnd Blindrafélagsins;
Bessi Gíslason
Brynja Arthúrsdóttir
Harpa Völundardóttir
Lagabreytingartillaga fyrir aðalfund Blindrafélagsins haldinn 19. Mars 2016
10. gr.
Stjórn Blindrafélagsins skal kjörin á aðalfundi, hana skipa fimm aðalmenn og fjórir varamenn. „Atkvæðamagn, raðval ræður hverjir eru kjörnir í aðalstjórn eða varastjórn. Formaður skal kjörinn sérstaklega til tveggja ára. Stjórnin velur úr hópi sínum varaformann, gjaldkera, ritara og meðstjórnanda. Stjórnarmenn og varamenn skulu kosnir til tveggja ára í senn þannig að árlega skulu kosnir tveir aðalmenn og tveir varamenn og jafnmargir gangi úr stjórn. Varamenn taka sæti aðalmanna er kosnir voru til sama tíma í forföllum þeirra, fyrst sá er fleiri atkvæði hefur að baki sér. Séu varamenn, er kosnir voru til sama tíma, ekki tiltækir skal varamaður, sem kjörinn hefur verið á öðrum aðalfundi, taka sæti stjórnarmanns eftir sömu reglu um atkvæðamagn. Falli stjórnarmaður frá eða gangi úr stjórn félagsins tekur varamaður sæti hans á sama hátt og situr út kjörtíma þess stjórnarmanns.
Félagsmenn og bakhjarlar Blindrafélagsins eru kjörgengir til stjórnar. Þó mega ekki fleiri en tveir úr hópi bakhjarla sitja í stjórn félagsins hverju sinni.
Breytingatillaga
Bætt verði við setningu í lok þessarar greinar sem er svo hljóðandi:
Stjórnarmenn í stjórn Blindrafélagsins mega ekki vera starfsmenn Blindrafélagsins né starfsmenn annara fyrirtækja sem Blindrafélagið á meirihluta í hverju sinni.
Rök fyrir þessari lagabreytingatillögu.
Að mati Sannleiksnefndar Blindrafélagsins (2016) er sagt í skýrslu nefndarinnar að það sé óheppilegt að stjórnarmenn séu einnig starfsmenn félagsins á sama tíma og þeir gegni stjórnarsetu í stjórn Blindrafélagsins. Tillöguflytjendur taka undir orð nefndarmanna í Sannleiksnefnd og telja það sömuleiðis vera mikil óskilvirkni að framkvæmdarstjóri Blindrafélagsins og Blindravinnustofunnar sé yfirmaður stjórnarmanna dagsdaglega, enn stjórnarmenn yfir framkvæmdarstjóra á stjórnarfundum. Slíkt samspil skapi hagsmunaárekstra sem getur haft í för með sér togstreytu eða vanhæfi stjórnarmanna þegar stjórn ályktar eða samþiggir breytingar á skrifstofu félagsins.
Sigtryggur Rósmar Eyþórsson
Páll E Jónsson
Einar Haraldsson
Sigurður A Sigurjónsson
Vilhjálmur H Gíslason
María Hauksdóttir
Kristrún Skúladóttir
Friðgeir Þráinn Jóhannesson
Bergvin Oddsson
Svavar Guðmundsson
Erla ásgeirsdóttir
Ólafur Þór Jónsson
Þorsteinn Guðmundsson
K María Jónsdóttir
Sigríður S Jónsdóttir
Sölvi Magnússon
Sveinn Lúðvík Björnsson
Jón Heiðar Daðason
Gunnar Heiðar Jónsson
Sigrún Þorleifsdóttir