Fræðslufundur um AMD á Akureyri 9. mars


Fundurinn fer fram miðvikudaginn 9. mars kl. 16:00-18:00 í sal Lionsklúbbsins Hængs, Skipagötu 14, 4.hæð.

Markmið fundarins er að fræða notendur, fagfólk og aðstandendur um aldurstengda augnbotnahrörnun, meðferðir og þau hjálpartæki sem geta nýst.

Aldurstengd augnbotnahrörnun er algengasta orsök sjónskerðingar hjá fólki yfir sextugu og er einstaklingum með AMD sérstaklega bent á að sækja fundinn.

Dagskrá fundarins:

  • Jón Heiðar Daðason, formaður Norðurlandsdeildar opnar fundinn
  • Sigríður Másdóttir, augnlæknir Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fjallar um augnsjúkdóminn AMD
  • Vala Jóna Garðarsdóttir, ráðgjafi hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fjallar um úrræði og hjálpartæki
  • Sigurður G. Tómasson, formaður AMD-deildar Blindrafélagsins, segir frá stofnun deildarinnar og lýsir    eigin reynslu af augnsjúkdómnum.

Fundurinn er öllum opinn og þátttaka ókeypis.