Tilkynning um framboð til formanns og stjórnar Blindrafélagsins

Laugardaginn 27. febrúar 13:00 rann út frestur til að skila inn framboðum til formanns og stjórnar Blindrafélagsins. Á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður þann 19. mars  2016, á að kjósa til næstu tveggja ára formann, tvo stjórnarmenn í aðalstjórn og tvo varamenn í stjórn.

Kjörnefnd félagsins, þau Bessi Gíslason, Brynja Arthúrsdóttir og Harpa Völundardóttir, hittist að loknum framboðsfresti og fóru yfir innsendar framboðstilkynningar og mátu kjörgegngi frambjóðenda út frá hvort viðkomandi væri aðalfélagi eða bakhjarl samanber greinar nr. 4 og 5 í lögum félagsins.

Eftirtaldir eru í framboði til formanns.

Bergvin Oddsson
Friðgeir Jóhannesson
Sigurður G. Tómasson
Sigþór U. Hallfreðsson
Svavar Guðmundsson

Frambjóðendur til stjórnar:           

Bergvin Oddsson
Elínborg Lárusdóttir
Friðgeir Jóhannesson
Guðmundur Rafn Bjarnason
Halldór Sævar Guðbergsson
Haraldur Matthíasson
Lilja Sveinsdóttir
Ólafur Haraldsson
Rósa Ragnarsdóttir
Sigríður Hlín Jónsdóttir
Svavar Guðmundsson
Þórarinn Þórhallsson

Úr lögum Blindrafélagsins:

4. gr.
Félagsmaður getur hver sá orðið sem hefur sjón sem nemur 6/18 eða minna, eða hefur sjóngalla eða augnsjúkdóm sem jafna má við greinda sjónskerðingu að mati augnlæknis og greiðir árstillag til félagsins í samræmi við ákvörðun aðalfundar.

Forráðamenn ólögráða barna sem uppfylla skilyrði til félagsaðildar skv. 1. mgr. fara með félagsleg réttindi og skyldur barnanna. Sama á við um þá félagsmenn sem sökum fjölfötlunar eða af öðrum ástæðum geta ekki sinnt félagslegum skyldum sínum eða gætt hagsmuna sinna.

5. gr.
Aðrir en að ofan greinir geta gerst bakhjarlar Blindrafélagsins og hafa þeir málfrelsi og tillögurétt á fé­lags­­fundum. Bakhjarlar félagsins eru kjör­geng­ir til trún­aðarstarfa á vegum félagsins og hafa þá óskor­aðan atkvæðisrétt á fundum stjórna og nefnda sem þeir eru kjörnir til setu í.