Aðalfundur Blindrafélagsins 2014

Aðalfundur Blindrafélagsins verður haldinn 17. maí næst komandi kl 13:00 í Hamrahlíð 17.Frestur til að skila inn framboðum til formanns,tveggja aðalstjórnarmanna og tveggja varamann í stjórn rennur út laugardaginn 26. apríl kl. 13:00.

Tilkynning um aðalfundinn á Völdum greinum er hér.

Dagskrá fundarins verður samkvæmt lögum félagsins: 

1.   Formaður félagsins setur fund.

2.   Kynning viðstaddra.

3.   Kosning fundarstjóra og fundarritara.

4.   Inntaka nýrra félaga.

5.   Látinna aðalfélaga minnst.

6.   Fundargerð síðasta aðalfundar borin upp til samþykktar.

7.   Skýrslur lagðar fram:

a)     Formaður flytur skýrslu stjórnar.

b)     Umræður um skýrslur.

8. Ársreikningar fyrir árið 2013:

a)   Löggiltur endurskoðandi frá KPMG kynnir ársreikninga félagsins og rekstrareininga þess.

b)   Umræður um ársreikningana.

c)    Ársreikningar bornir upp til samþykktar.

9. Ákveðið árstillag félagsmanna fyrir næsta almanaksár og gjalddagi þess.

10. Kosningar:

a)   Kosning formanns til tveggja ára.

b)   Kosning tveggja stjórnarmanna til tveggja ára.

c)    Kosning tveggja varamanna í stjórn til tveggja ára.

d)   Kosning í kjörnefnd.

e)   Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og jafn margra varamanna til tveggja ára.

11. Lagabreytingar (engar tillögur hafa komið fram).

12. Aðalfundur ákveði laun stjórnarmanna.

13. Önnur mál.

14. Fundarslit.

     

Stjórn Blindrafélagsins