Aðalfundur Blindrafélagsins

Á fundinum, sem haldinn er á 75 ára afmælisári félagsins, mun verða kosinn nýr formaður Blindrafélagsins.Kristinn Halldór Einarsson, sem gegnt hefur embætti formanns síðast liðin 6 ár, lætur nú af embætti, formanns þar sem hann mun taka við sem framkvæmdastjóri félagsins þann 1. júlí næstkomandi þegar Ólafur Haraldsson lætur af störfum að eign ósk eftir 13 ára farsælt starf.
 
Þegar þessi aðalfundur er haldinn þá mælist staða Blindrafélagsins mjög stek í skoðanakönnunum sem Capacent Gallup hefur gert fyrir félagið.. Mikil ánægja mælist meðal félagsmanna með bæði þjónustu og hagsmundgæslu félagsins og eins hefur félagið mjög jákvæða ímynd meðal almennings samanborið við önnur sambærileg samtök. Að einhverju leiti munu kosningar til formanns félagsins snúast um hvort áfram eigi að halda á sömu braut eða hvort ástæða sé til mikilla breytinga með nýju fólki..Mun meiri þátttaka hefur verið í utankjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir þessar kosningar heldur en í undanförnum kosningum  
 

Þeir sem hafa gefið kost á sér í embætti formanns til næstu tveggja ára eru 

Eftirtaldir gefa kost á sér í aðalstjórn Blindrafélagsins til næstu tveggja ára:

Eftirtaldir gefa kost á sér í varastjórn til næstu tveggja ára:

Dagskrá fundarins verður samkvæmt lögum félagsins:

 1.   Formaður félagsins setur fund.

2.   Kynning viðstaddra.

3.   Kosning fundarstjóra og fundarritara.

4.   Inntaka nýrra félaga.

5.   Látinna aðalfélaga minnst.

6.   Fundargerð síðasta aðalfundar borin upp til samþykktar.

7.   Skýrslur lagðar fram:

a)     Formaður flytur skýrslu stjórnar.

b)     Umræður um skýrslur.

8. Ársreikningar fyrir árið 2013:

a)   Löggiltur endurskoðandi frá KPMG kynnir ársreikninga félagsins og rekstrareininga þess.

b)   Umræður um ársreikningana.

c)    Ársreikningar bornir upp til samþykktar.

9. Ákveðið árstillag félagsmanna fyrir næsta almanaksár og gjalddagi þess.

10. Kosningar:

a)   Kosning formanns til tveggja ára.

b)   Kosning tveggja stjórnarmanna til tveggja ára.

c)    Kosning tveggja varamanna í stjórn til tveggja ára.

d)   Kosning í kjörnefnd.

e)   Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og jafn margra varamanna til tveggja ára.

11. Lagabreytingar (engar tillögur hafa komið fram).

12. Aðalfundur ákveði laun stjórnarmanna.

13. Önnur mál.

14. Fundarslit.

 Kaffi verður í boði fyrir fund og meðan á honum stendur.og að fundi loknum mun verða bornar fram léttar veitingar og skemmtikvöld verður á vegum skemmtinefndar félagsins.