Fundargerð 16. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2019 – 2020, haldinn þriðjudaginn 7. apríl kl. 11:00 sem símafundur.
Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Lilja Sveinsdóttir (LS) varaformaður, Kaisu Hynninen (KH) ritari, Eyþór Kamban Þrastarson (EKÞ) gjaldkeri, Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður, tekur sæti HÞA sem aðalmaður, Dagný Kristmannsdóttir (DK) varamaður, Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður, Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.
Forföll: Hlynur Þór Agnarsson (HÞA)
1. Fundarsetning.
SUH setti fundinn og bar upp tillögu að dagskrá, sem send hafði verið út með fundarboðinu. Var tillagan samþykkt.
Önnur mál: Engin boðuð.
2. Afgreiðsla fundargerðar.
Fundargerð 15. fundar, sem send var stjórnarmönnum strax eftir fundinn og einnig fyrir þennan fund, var samþykkt samhljóða.
3. Breyting á starfsáætlun.
SUH lagði til að aðalfundi Blindrafélagsins, sem áformaður var 9 maí, yrði frestað og umræða um nýja dagsetningu verði tekin eftir páska og að næsti stjórnarfundur verði boðaður eftir um það bil mánuð. Var tillagan samþykkt samhljóða.
4. Áhrif Covid 19 á starfsemi félagsins.
SUH og KHE fóru yfir þær breytingar sem orðið hafa á starfsemi skrifstofunnar og Blindravinnustofunnar. Þannig er að allir starfsmenn skrifstofunnar nema KHE og Hildur vinna heiman frá sér. Starfshlutfall trúnaðarmanna hefur verið meira en tvöfaldað í þeim tilgangi að ná sambandi við fleiri félagsmenn og fylgjast með velferð þeirra. Hluti af starfsmönnunum sinnir einnig pökkunar verkefnum fyrir Blindravinnustofuna. Í raun má segja að mest öll starfsemi félagsins sé í gangi ef frá er talið félagslíf og fundarhöld. Unnið er að því að koma vorhappdrætti félagsins út í apríl. RIWC og NOK2020 ráðstefnunum hefur verið frestað um tvö ár og WBU þinginu um 1 ár.
Erindi hefur borist frá Augnlæknum Reykjavíkur þar sem þeir óska eftir afslætti á leigu vegna þess að loka hefur þurft starfsemi þeirra. Ákvörðun frestað en stjórnin lýsti sig jákvæða gagnvart beiðninni.
5. Greinagerð um punktaletursprentara.
EKÞ gerði grein fyrir niðurstöðum skoðunar á punktaleturs prentaramálum í framhaldi af erindi frá 67+ hópnum. Niðurstaða greinagerðarinnar var að leggja til að nýr prentari verði keyptur. Sjá greinagerð sem send var stjórnarmönnum fyrir fundinn. Stjórn samþykkti að fela framkvæmdastjóra að kaupa prentarann og að kaupin verði fjármögnuð í gegnum Verkefnasjóð.
Varðandi þá hugmynd að Blindrafélagið sæktist eftir umboðinu fyrir Index punktaletursprentarann var henni hafnað. Umboðið er hjá Örtækni.
6. Önnur mál.
Engin önnur mál.
Fundi slitið kl. 13:10.
Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.