Fundargerð stjórnar nr. 13 2019-2020

Fundargerð 13. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2019 – 2020, haldinn föstudaginn 7. febrúar kl. 16:00 að Hamrahlíð 17.

Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Lilja Sveinsdóttir (LS) varaformaður, Kaisu Hynninen (KH) ritari, Eyþór Kamban Þrastarson (EKÞ) gjaldkeri, Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður, tekur sæti HÞA sem aðalmaður, Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður, Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður.

Forföll: Dagný Kristmannsdóttir (DK), Hlynur Þór Agnarsson (HÞA).

1.     Fundarsetning.

SUH setti fundinn, sem er seinni fundurinn af tveimur. Eina málið á dagskrá var áframhald á stefnumótun fyrir Blindrafélagið.

2   Stefnumótun.

Farið yfir og lokið við stöðumat á ytri og innra umhverfi og SVÓT greiningu. 
Markmið rædd og ákveðið að taka mið af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna í framtíðarstefnumótun félagsins. Sóknaráætlun yfirfarin að þessu loknu og tillögur ræddar og ákveðnar um áherslur og verkefni til næstu ára.

Niðurstaða stefnumótunar og sóknaráætlun Blindrafélagsins verður birt í stefnumótunarskýrslu.

Fundi slitið kl. 19:00.

Fundargerð ritaði Sigþór U. Hallfreðsson.