Fundargerð stjórnar nr. 10 2019-2020

Fundargerð 10. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2019 – 2020, haldinn miðvikudaginn 22. janúar kl. 16:00 að Hamrahlíð 17.

Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Lilja Sveinsdóttir (LS) varaformaður, Kaisu Hynninen (KH) ritari, Eyþór Kamban Þrastarson (EKÞ) gjaldkeri, Dagný Kristmannsdóttir (DK) varamaður, Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður, tekur sæti HÞA sem aðalmaður, Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður, Þórarinn Þórhallsson varamaður, Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.

Forföll: Hlynur Þór Agnarsson,

1. Fundarsetning.

SUH setti fundinn og bar upp tillögu að dagskrá, sem send hafði verið út með fundarboðinu. Var tillagan samþykkt.
Önnur mál: KH og RR boðuðu önnur mál.

2. Afgreiðsla fundargerðar.

Fundargerðir 9. fundar, sem send hafði verið stjórnarmönnum fyrir fundinn, var samþykkt samhljóða.

3. Skýrslur bréf og erindi.

Erindi: EKÞ, fyrir hönd ÞÞM, vakti athygli á hugmynd sem að áður hefur verið fjallað um á vettvangi stjórnar og felst í að fá Daniel Kish til landsins í þrjá daga í júní 2021, í samstarfi við Þjónustu og þekkingarmiðstöðina, en hann verður þá staddur á norrænni ráðstefnu í Kaupmannahöfn. Kostnaður gæti verið um 1 m.kr. Stjórnin var jákvæð gagnvart hugmyndinni. Samþykkt var að benda ÞÞM til að sækja um styrk vegna verkefnisins úr Stuðningi til sjálfstæðis.

Í skýrslu formanns var fjallaði um:

  • Formannafundur ÖBÍ 21 janúar.
  • Samráðsfundur stjórnar, nefnda og deilda í janúar.
  • Nýir klúbbar innan félagsins.
  • Hádegisspjall.
  • Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna og stefnumótun Blindrafélagsins
  • Sóknaráætlun stefnumótunar Blindrafélagsins.
  • Mikilvægar dagsetningar.

Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um:

  • Rekstraráætlun 2020.
  • Fjáraflanir.
  • Húsnæðismál.
  • Ferðaþjónusta Blindrafélagsins.
  • Umsögn um leigubílafrumvarpið.
  • Leiðsöguhundaverkefnið.
  • RIWC 2020.
  • Heimsókn frá Grænlandi.

Um húsnæðismál:

Fyrir nokkrum árum varð töluverður vatnsleiki hjá augnlæknunum á annarri hæð sem olli skemmdum á parketinu í sameiginlega rýminu. Þar sem um utanaðkomandi leka var að ræða þá er það á ábyrgð húseiganda að laga skemmdirnar og hefur það lengi staðið til. Nú er loksins komið að því og hefur efni verið valið í samráði við augnlæknana. Verkið mun kosta um 2,5 milljónir króna. Það þarf að rífa af núverandi gólfefni og í staðinn verða settar vatnsþolnar linolel dúka flísar sem líta alveg eins út og parket.

Samþykkt var að þessi framkvæmd verði fjármögnuð úr Verkefnasjóði.

Um RIWC2020:

Samþykkt var að Blindrafélagið myndi styrkja félagsmenn sína þannig að þeir myndu greiða 10.000 krónur í ráðstefnugjald ef greitt er fyrir 1 mars en annars 15.000 krónur. Kostnaðurinn verði fjármagnaður í gegnum Verkefnasjóð.

4. Inntaka nýrra félaga.

Engar umsóknir um félagsaðild lágu fyrir.

5. Rekstraráætlun 2020.

Drög að rekstraráætlun fyrir árið 2020 liggur fyrir. Helstu stærði eru eftirfarandi.

10 REKSTRARTEKJUR: 255.343.000
100 SELDAR VÖRUR OG ÞJÓNUSTA: 29.258.000
130 FJÁRAFLANIR: 150.985.000
140 LEIGUTEKJUR: - 55.100.000
150 STYRKIR OG ÞJÓNUSTUSAMNINGAR: 19.000.000
160 AÐRAR TEKJUR: 1.000.000
200 REKSTRARGJÖLD: 255.850.003
205 VÖRUNOTKUN: 8.800.000
300 LAUN OG LAUNATENGD GJÖLD: 110.106.134
410 HÚSNÆÐISKOSTNAÐUR: 16.710.000
420 SKRIFSTOFU- OG STJÓRNUNAK. 22.297.869
421 Rekstur kerfa, tækja og búnaðar: 7.140.000
430 Aðkeyptur akstur og rekstur bifreiða: 1.620.000
440 Skrifstofukostnaður: 2.415.000
450 Stjórnun og umsýsla: 11.122.869
460 FÉLAGSMÁL OG MÖTUNEYTI: 19.410.000
4600 Félagsmál: 13.810.000
467 Mötuneyti: 5.600.000
470 KOSTNAÐUR VEGNA FJÁRAFLANA: 66.566.000
490 ANNAR REKSTRARKOSTNAÐUR: 1.960.000
500 AFSKRIFTIR: 10.000.000
EBIDTA Hagnaður án afskrifta og fjármagnsliða 9.492.997
Afkoma án fjármagnsliða er tap uppá 507.003
600 FJÁRMAGNKOSTNAÐUR: 2.801.960
REKSTRARAFKOMA - 3.308.963

KHE fór yfir áætlunina og gerði grein fyrir helstu breytingum og samanburði við 2019. En þessar upplýsingar lágu fyrir í sérskjali sem sent er út með gögnum fundarins.

Eftir fyrirspurnir og umræður var áætlunin samþykkt samhljóða.

6. Viðhorfskannanir.

SUH gerði grein fyrir því að allt frá 2009 hafi Blindrafélagið látið Gallup gera skoðanakannanir á tveggja ára fresti í þeim tilgangi að mæla viðhorf til Blindrafélagsins og málefna blindra og sjónskertra. Á þessu ári eru liðin tvö ár frá seinustu könnunum. Samþykkt var að óska eftir rannsóknatillögum frá Gallup og taka málið til umræðu á næsta fundi. Skoðanakannanir sem að gerðar voru 2018 voru sendar stjórnarmönnum til yfirlestrar.

7. Stefnumótun Blindrafélagsins.

SUH lagði fram sóknaráætlun í núverandi stefnumótun Blindrafélagsins til umfjöllunar. Sóknaráætlunin skiptist í meginmarkmið, starfsmarkmið og verkefni. Megin markmiðin eru:

a) Stuðningur til sjálfstæðis.
b) Traust hagsmunagæsla.
c) Uppbyggilegt fræðslustarf.
d) Öflugt félagsstarf.
e) Góð þjónusta.
f) Fagleg stjórnun.
g) Jafningjastuðningur og valdefling.
h) Vísindaþróun á sviði meðferða og lækninga.
i) Öflugur samstarfsaðili og þátttakandi.
j) SUH gerði tillögu um að stjórnin héldi vinnufundi til að ræða stefnumótunina miðvikudaginn 29 janúar, föstudaginn 31. janúar og laugardaginn 1. febrúar og var sú tillaga samþykkt.

8. Önnur mál.

KH gerir athugasemd við útsendingu fundargagna, vill fá lengri tíma til að kynna sér fundargögnin. Samþykkt var að senda framvegis fundargerð strax daginn eftir stjórnarfund.

RR spurði hvernig ritstjóri Viðsjár væri háttað nú þegar að Rósa María Hjörvar væri hætt. Því var til svarað að Friðrik Friðriksson væri ritstjóri með Hlyn Þór Agnarsson til aðstoðar.

Fundi slitið kl. 18:45.
Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.