Fundargerð 9. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2019 – 2020, haldinn miðvikudaginn 18. desember kl. 16:00 að Hamrahlíð 17.
Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Lilja Sveinsdóttir (LS) varaformaður, Kaisu Hynninen (KH) ritari, Eyþór Kamban Þrastarson (EKÞ) gjaldkeri, Dagný Kristmannsdóttir (DK) varamaður, Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður, Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður, Þórarinn Þórhallsson varamaður, Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.
Forföll: Hlynur Þór Agnarsson,
1. Fundarsetning
SUH setti fundinn og bar upp tillögu að dagskrá, sem send hafði verið út með fundarboðinu. Var tillagan samþykkt.
Engin önnur mál voru boðuð.
2. Afgreiðsla fundargerðar.
Fundargerðir 8. fundar, sem send hafði verið stjórnarmönnum fyrir fundinn, var samþykkt samhljóða.
3. Skýrslur bréf og erindi.
Í skýrslu formanns var fjallaði um:
- Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna.
- Úthlutun úr Þórsteinssjóði 3. desember.
- Samráðsfundur stjórnar, nefnda og deilda í janúar.
- Alþjóðlegur dagur punktaleturs og stofnun punktaletursklúbbs.
- Fræðsluerindaröðin.
- Mikilvægar dagsetningar.
Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um:
- Drög að rekstraráætlun fyrir 2020.
- Fjáraflanir.
- Húsnæðismál.
- Ferðaþjónusta Blindrafélagsins.
- Lög nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
- Fingrasetningakennsluforrit.
- Vanefndir Vinnumálastofnunar á greiðslum vegna reksturs Blindravinnustofunnar.
Samþykkt var að Verkefnasjóður myndi fjármagna fingrasetningaforritið miðað við kostnað uppá á 700 þkr + vsk.
4. Inntaka nýrra félaga.
Umsóknir frá 7 einstaklingum lágu fyrir og voru þær allar samþykktar með fyrirvara um samþykki aðalfundar.
5. Rekstraráætlun 2020.
Drög að rekstraráætlun fyrir árið 2020 liggur fyrir. Helstu stærði eru eftirfarandi.
Tekjur eru áætlaðar um 255 m.kr. sem er um 5-6% aukning. Rekstrargjöld að frádregnum afskriftum eru áætluð um 245 m.kr. sem jafnframt er 2% aukning.
Drögin voru samþykkt sem grunnur og að unnið ítarlegri umfjöllun færi fram á næsta stjórnarfundi.
6. Ný lög um leigubílaþjónustu.
Fyrir fundinum lá ósk frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um að Blindrafélagið skilaði umsögn um frumvarp til laga um leigubifreiðaakstur, 421. mál. Umsögninni þarf að skila eigi síðar en 10. janúar.
Blindrafélagið hafði sent inn umsögn í samráðsgáttina þegar að málið var þar til kynningar. Var sú umsögn send stjórnarmönnum fyrir fundinn.
Samþykkt var að fela framkvæmdastjóra að ítreka fyrri umsögn að því viðbættu gera kröfu um að allir starfandi leigubílstjórar verði á stöð með að lágmarki 10 bíla á stöðinni. Jafnframt var ákveðið að óska eftir því að fá að koma fyrir Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
7. Stefnumótun Blindrafélagsins.
SUH sagði frá hugmyndum um samþættingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og stefnumótunar Blindrafélagsins og að starfsemi Heilsuklúbbsins væri gott dæmi um slíkt þar sem heilsuefling væri eitt af heimsmarkmiðunum. Sama á við um önnur heimsmarkmið eins og til dæmis jafnrétti og fleiri sem að finna má í stefnumótun félagsins. Mikilvægt væri að horfa til allra heimsmarkmiðana, að hvaða marki þau eru þegar hluti af starfsemi félagsins og Blindravinnustofunnar og að hvaða marki má innleiða þau í starf og stefnu félagsins.
Nokkrar umræður sköpuðust um hin ýmsu hagsmunamál félagsmanna Blindrafélagsins.
8. Önnur mál.
Fundi slitið kl. 18:25.
Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.