Fundargerð 14. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2019 – 2020, haldinn miðvikudaginn 12. febrúar kl. 16:00 að Hamrahlíð 17.
Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Lilja Sveinsdóttir (LS) varaformaður, Kaisu Hynninen (KH) ritari, Eyþór Kamban Þrastarson (EKÞ) gjaldkeri, , Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður, tekur sæti HÞA sem aðalmaður, Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður, Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.
Forföll: Hlynur Þór Agnarsson (HÞA), Dagný Kristmannsdóttir (DK) varamaður
1. Fundarsetning
SUH setti fundinn og bar upp tillögu að dagskrá, sem send hafði verið út með fundarboðinu. Var tillagan samþykkt.
Önnur mál voru ekki boðuð.
2. Afgreiðsla fundargerðar.
Fundargerðir 11, 12 og 13 funda, sem sendar höfðu verið stjórnarmönnum fyrir fundinn, voru samþykktar samhljóða.
3. Skýrslur bréf og erindi.
Styrkbeiðni frá Íþróttasamband fatlaðra vegna sumarbúða. Samþykkt að styrkja 170.000 krónur og að styrkurinn verði greiddur úr verkefnasjóði.
Ekki lá fyrir skrifleg skýrsla frá formanni en vísaði í drög að Stefnumótunarskýrslu sem unnið hefur verið að og liggur fyrir fundinum.
Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um:
- Flensu sem að hefur haldið framkvæmdastjóra heima undanfarna daga.
- Ferðaþjónustu Blindrafélagsins.
- RIWC 2020 undirbúningur.
4. Inntaka nýrra félaga.
Samtals lágu fyrir umsóknir um félagsaðild frá 9 einstaklingum. Voru umsóknirnar samþykktar með fyrirvara um samþykki aðalfundar.
5. Stefnumótun Blindrafélagsins.
SUH fór yfir það helsta sem kom fram við endurskoðun stjórnar á stefnumótun Blindrafélagsins og voru fyrirliggjandi drög rædd og samþykkt. Niðurstaða þeirra vinnu birtist í nýrri stefnumótunarskýrslu. Sem gefin verður út í febrúar.
6. Viðhorfskannanir.
SUH gerði grein fyrir því að allt frá 2009 hafi Blindrafélagið látið Gallup gera skoðanakannanir á tveggja ára til þriggja ára fresti í þeim tilgangi að mæla viðhorf til Blindrafélagsins og málefna blindra og sjónskertra. Á þessu ári eru liðin tvö ár frá seinustu könnunum sem gerð var 2018. Rannsóknartillaga frá Gallup liggur fyrir um könnun á þessu ári.
KHE fór yfir helstu niðurstöður kannanna frá 2018.
Að tillögu SUH samþykkti stjórn að fresta því að gera skoðanakannanir á þessu ári.
7. Skipurit Blindrafélagsins.
Í tengslum við stefnumótunarvinnu stjórnar gerði KHE grein fyrir skipuriti Blindrafélagsins, sem er þannig uppsett að efst er aðalfundur félagsins. Undir aðalfundi er stjórn og undir stjórn framkvæmdastjóri. Undir framkvæmdastjóra og stjórn eru: skrifstofa, félagsstörf, félagsfundir og Blindravinnustofan. Undir skrifstofu eru fasteignir, fjáraflanir, opið hús, útgáfa og miðlar, vefverslun, ferðaþjónusta og umsjón með sjóðum. Undir félagsstarfi eru deildir samþykktar af stjórn, nefndir og sjálfsprottnir klúbbar. Að auki þá er starfsemi félagsins skipt upp í eftirfarandi deildir við framsetningu ársreikninga, það eru: fasteignadeild, félagsmáladeild, fjáröflunardeild, skrifstofu og stjórnunardeild og söludeild. Sjá mynd af skipuriti.
8. Stefnuþing ÖBÍ
SUH gerði grein fyrir stefnuþingi ÖBÍ sem verður 27 og 28 mars. Blindrafélagið á rétt á að skipa 6 aðalfulltrúa. Til viðbótar mega fulltrúar aðildarfélaganna sem starfa í málefnahópum ÖBÍ sitja stefnuþingið með málfrelsi og tillögurétt.
LS, SUH, GRB, EKÞ hafa áhuga á að sitja þingið. SUH falið að sjá um að setja saman og tilkynna fulltrúa félagsins.
9. Félagsfundur.
SUH gerði grein fyrir að félagsfundur verði haldinn 19 febrúar. Á dagskrá fundarins verði kynning á RIWC 2020 og Leigubílafrumvarpinu. Starfsmenn Hreyfils, sem þjónustuveitenda Ferðaþjónustu Blindrafélagsins, mæta til fundarins og gera grein fyrir hvaða breytingar þeir sjá fyrir sér að samþykkt frumvarpsins hafa í för með sér.
Gerð er tillaga um Helga Hjörvar sem fundarstjóra og að skrifstofan sjái um fundarritara.
10. Önnur mál.
Engin önnur mál voru borin upp..
Fundi slitið kl. 18:50.
Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.