Blindrafélagið og Þjónustu og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga hafa hafið afhendingu á vefvarpinu. Miðstöðin mun úthluta vefvarpinu sem hjálpartæki. Þeir sem eru undir tilteknum sjónskerðingarmörkum eiga rétt á tækinu án greiðslu. Þeir sem ekki eiga rétt á endurgjaldslausri úthlutun vefvarpsins geta fengið tækið leigt af Blindrafélaginu. Leiguverð með virðisaukaskatti inniföldum til félagsmanna er 2391 krónur á mánuði en utanfélagsmenn greiða 3188 krónur. Leigusamningar verða ekki gerðir til styttri tíma en 6 mánaða.
Þeir sem telja sig eiga rétt á endurgjaldslausri úthlutun þurfa að hafa samband við Miðstöðina, t.d. í síma 545 5800, og fá beiðni frá Miðstöðinni um afhendingu vefvarps. Þeirri beiðni þar að koma til Blindrafélagins sem sér um að afhenda vefvarpið . Vefvarpið er hugsað sem valkostur við daisy spilara og þeir sem eru með daisy spilara frá Miðstöðinni þurfa að skila spilaranum áður en þeir fá vefvarpstæki afhent. Það á ekki að koma að sök vegna þess að hægt verður að fá mjög ódýra spilara sem tengja má við vefvarpið og þá verður það fullbúin daisy spilari.
Til að vefvarpið komi að notum þarf það að vera tengt við internetið. Þeir sem þurfa aðstoð við að koma upp internettenginu geta fengið þjónustu hjá Ellert Val Einarssyni símvirkja, en hann kemur heim til fólks. Hver og einn þarf að greiða fyrir þá þjónustu. Kostnaður gæti verið í kringum 10.000 krónur við hefðbundna uppsetningu tengingar.
Vefvarp - Talandi fjölmiðlun fyrir blinda og sjónskerta
Vefvarpið – talandi fjölmiðlun fyrir blinda og sjónskerta, með sérstakri áherslu á þá sem ekki eru tölvulæsir, er verkefni sem miðar að því að opna í gegnum nettengingu valfrjálsan aðgang að upplýsingum og efni fjölmiðla sem í dag eru að miklu leiti óaðgengilegir þessum hópi, sem að stærstu leiti eru eldri borgarar. Webbox2 frá Solutions Radio, einfaldur og auðstýranlegur nettengdur Daisy (Digital Accessible Information System) mótttakari og nýí íslenski talgervilinn eru lykilverkfæri þessa verkefnis. Verkfærið hefur fengið íslenska heitið „vefvarp,“ í samhenginu útvarp og sjónvarp
Radio Solution
Radio Solution, sem er hollenskt fyrirtæki, hefur í samstarfi við notendur, blint og sjónskert eldra fólk, hannað vefvarpið ásamt þjónustu sem opnar aðgang að fjölbreyttu upplýsinga og afþreyingarefni. Verkefnið var sett í gang fyrir 9 árum. Finnsku blindrasamtökin hafa þegar samið um að kaupa þjónustu af Radio Solution fyrir sína félagsmenn.
Það sem hægt er að hlust á í gegnum Vefvarpið er:
- lestur dagblaða samdægur og þau koma út,
- lestur tímarita,
- hljóðbækur,
- lestur sjónvarpsstexta og sjónlýsinga,
- tilkynningar frá þjónustu og hagsmunaaðilum,
- útvarpsstöðvar um allan heim,
- upplýsingar um sjónvarps og útvarpsdagskrárliði,
- efni frá hlaðvarpa (podcast)