Formaður Blindrafélagsins fær viðurkenningu frá Íslenskri málnefnd

Íslensk málnefnd efndi til þings þann 13 nóvember í Þjóðmenningarhúsinu um íslensku í tölvuheiminum. Á þinginu var bent á nauðsyn þess að gera átak til að treysta stöðu tungunnar í samskiptum við tölvur og tölvubúnað.  Á þinginu voru kynnt tvö ný og mikilvæg máltækni verkefni sem eru til þessa fallin: Nýr íslenskur talgervill sem Kristinn Halldór Einarsson, formaður Blindrafélagsins, kynnti en félagið hefur staðið að gerð hans. Þá kynntu Jón Guðnason, lektor við HR, og Trausti Kristjánsson, frumkvöðull og aðjunkt í HR, talgreini fyrir íslensku en þeir hafa unnið að gerð hans í samvinnu við Google.Kristinn Halldór Einarsson, Jón Guðnason, Guðrún Kvaran og Trausti Kristjánsson.

Íslensk málnefnd heiðraði þessa einstaklinga fyrir framlag þeirra í þágu íslenskrar máltækni. Bæði verkefnin snúast um að samskipti í töluðu máli við tölvur eða snjallsíma. Verkefni Blindrafélagsins snýst um að breyta rituðum stafrænum texta í talað mál. Talgreini verkefnið snýst um að gera tölvubúnaði kleyft að skilja talað mál og framkvæma skipanir.

Á þinginu var kynnt ályktun Íslenskrar málnefndar um stöðu íslenskrar tungu 2012. Þar er sagt frá Evrópuverkefninu META-NET frá árinu 2011 sem Eiríkur Rögnvaldsson kom að fyrir Íslands hönd en það var viðamikil könnun á 30 tungumálum og niðurstaðan sýnir að 21 þeirra eiga „stafrænan dauða“ á hættu. „Íslenska er eitt þessara tungumála – stendur raunar næstverst að af vígi af málunum 30,“ segir í ályktuninni en þar er jafnframt bent á að síðan hafi staða íslenskunnar „skánað aðeins“ vegna talgervils Blindrafélagsins og talgreiningarinnar í samvinnu við Google.

Ályktun Íslenskrar málnefndar 2012.

Sjá frétt um málið á vef Árnastofnunnar            

Talgervilsverkefni Blindrafélagsins.