Bylting í aðgengi blindra að sjónvarpsefni

Mynd af vefvarpstækiVefvarpið – talandi fjölmiðlun fyrir blinda og sjónskerta, er verkefni sem Blindrafélagið hefur unnið að undanfarna mánuði. Verkefnið miðar að því að opna í gegnum nettengingu valfrjálsan aðgang að upplýsingum og efni fjölmiðla sem í dag eru að miklu leiti óaðgengilegir eldra blindu og sjónskertu fólki sem ekki er vel tölvulæst.  Vefvarpið, sem kemur frá hollenska fyrirtækinu Solutions Radio, er einfaldur og auðstýranlegur nettengdur Daisy móttakari (Digital Accessible Information System) sem er með nýja íslenska talgervilinn innbyggðan.

Radio Solution, sem er hollenskt fyrirtæki, hefur í samstarfi við notendur, blint og sjónskert eldra fólk, hannað vefvarpið ásamt þjónustu sem opnar aðgang að fjölbreyttu upplýsinga og afþreyingarefni. Verkefnið var sett í gang fyrir 9 árum. Finnsku blindrasamtökin hafa þegar samið um að kaupa þjónustu af Radio Solution fyrir sína félagsmenn.

Að undanförnu hafa tæknimenn RUV, í samstarfi við Blindrafélagið og hollenska fyrirtækið Solutions Radio, unnið að uppsetningu og prófun búnaðar sem gerir blindum og sjónskertum kleyft að hlusta á lestur sjónvarpstexta jafnóðum og mynd með slíkum texta er sýnd. Sjónvarpstextanum mun verða varpað í gegnum netið inn á netþjón sem er búinn nýja íslenska talgervlinum sem síðan sendir lestur textans í vefvarpstæki, sem eru nettengt og notendur hafa heima hjá sér. Tímastilling myndar og upplesturs er stjórnað með seinkunn á upplestrinum fyrir hvert og eitt tæki í gegnum stjórnborð á netinu.

Meðal félagsmanna Blindrafélagsins er mikill spenningur fyrir þessari þjónustu sem mun stórauka aðgengi blinds og sjónskerts fólks að efni sjónvarps allra landsmanna. Í marga áratugi hefur sú krafa staðið á RUV að gera efni sitt aðgengilegra öllum landsmönnum og hér er svo sannarlega stórt skref stigið í þá átt hvað varðar blinda og sjónskerta einstaklinga.

Áform eru upp um samstarf við bæði 365 miðla og Morgunblaðiðfjölmiða í tengslum við vefvarpið. Einnig er vonast eftir að hljóðbókakostur Blindrabókasafnsins verði aðgengilegur í gegnum vefvarpið.

Það sem hægt er að hlust á í gegnum vefvarpið er:
  • lestur sjónvarpsstexta og sjónlýsinga,
  • lestur dagblaða samdægur og þau koma út,
  • lestur tímarita,
  • hljóðbækur,
  • tilkynningar frá þjónustu og hagsmunaaðilum,
  • útvarpsstöðvar um allan heim,
  • upplýsingar um sjónvarps og útvarpsdagskrárliði,
  • efni úr hlaðvarpi (podcast).

Vefvarpinu mun verða dreift í gegnum Þjónustu og þekkingarmiðstöðina fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga sem hjálpartæki án endurgjalds til þeirra sem komnir eru undir tiltekin sjónskerðingarmörk.

Þeir sem ekki uppfylla skilyrði um gjaldfrjálsa úthlutun eiga þess kost að leigja vefvarpstæki og fá aðgang að þjónustunni gegn vægu gjaldi.

Hér má skoða leiðbeiningarbækling um notkun vefvarpsins í pdf skjali.