Félagsfundur Blindrafélagsins

Stjórn Blindrafélagsins boðar til félagsfundar fimmtudaginn 8. nóvember næstkomandi kl 16:30 í fundarsalnum í húsi Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17.

Dagskrá:

Fundarsetning.

Kynning fundarmanna.

Kosning fundarstjóra og fundaritara.

Afgreiðsla fundargerðar.

Kynning á vefvarpsverkefni Blindrafélagsins.
         Stefnt  er að því að sýna í fyrsta skiptið hvernig hlusta má á lestur sjónvarpstexta í gegnum vefvarpið.

Kynning á Guide tölvuforritinu. 
       Rósa María Hjörvar kynnir tölvuforrit sem á að einfalda tölvuumhverfið til hagsbóta fyrir eldra sjónskert fólk.

Kynning á áherslum í starfsemi Þjónustu og þekkingarmiðstöðvarinnar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga.
         Huld Magnúsdóttir forstjóri Þjónustu og þekkingarmiðstöðvarinnar fyrir blinda sjónskerta og daufblinda
         einstaklinga

Önnur mál.

Skemmtinefnd Blindrafélagsins stendur svo fyrir pöbbakvöldi að félagsfundinum loknum.