Dóra les Mbl.is

Nú er hægt að láta veflesarann Dóru, nýja íslenska talgervilsrödd sem er önnur af tveimur röddum talgervilsverkefnis Blindrafélagsins, lesa fyrir sig efni á mbl.is. Að eiga kost á upplestri talgervilsraddar á efni á vefsíðum er mjög mikilvægt aðgengismál fyrir alla þá sem ekki geta lesið með hefðbundnum hætti. Sá hópur sem á í erfiðleikum með hefðbundin lestur telur mörg þúsund einstaklinga. Um er að ræða blinda, sjónskerta, lesblinda og fólk með annarskonar skerðingar sem hamlað geta hefðbundnum lestri. Með því að taka Dóru í notkun tekur Mbl.is enn og aftur forustu meðal fjölmiðla í að stuðla að aðgengi í þágu allra að efni miðilsins.

Dóra.
Ástæðan fyrir því að kvenröddin í talgervilsverkefni Blindrafélagsins fékk nafnið Dóra er að Blindrafélaginu áskotnaðist rausnarleg erfðarfjárgjöf úr dánarbúi Dóru Sigurjónsdóttur og Richard P. Theodórs. Stórum hluta þeirrar erfðafjárgjafar var ráðstafað í fjármögnun talgervilsverkefnisins. Dóru nafnið er því tilkomið til að heiðra minningu þeirra hjóna.