Valdar greinar, 6. tölublað 43. árgangur 2018.
Útgefandi: Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi.
Ritstjóri: Gísli Helgason. Ábyrgðarmaður: Sigþór U. Hallfreðsson.
Útgáfudagur 23. mars 2018.
Heildartími: 2 klukkustundir og 29 mínútur.
Flytjendur efnis auk ritstjóra, Dóru og Karls: Sigþór U. Hallfreðsson, Herdís Hallvarðsdóttir, Brynja Arthúrsdóttir, Baldur Snær Sigurðsson, María Guðmundsdóttir, Arnheiður Björnsdóttir, Friðjón Erlendsson, Kolbrún Sigurjónsdóttir, Eyþór Kamban Þrastarson og fleiri.
Hljóðritað hjá Hljóðbók slf. í mars 2018.
Allar hljóðskrár eru á mp3 sniði.
Athugið að fyrir neðan nafn hverrar greinar er lengd hennar í mínútum og sekúndum.
Efnisyfirlit:
01a Kynning og efnisyfirlit.
8:23 mín.
01b Páskakveðja frá formanni Blindrafélagsins
7:26 mín.
Tilkynningar og fréttnæmt efni:
01c Páskabingói Blindrafélagsins á vegum Tómstundanefndar frestað
0:17 mín.
01d Kynningarfundur um nýjan ferðaþjónustusamning við Kópavogsbæ mánudaginn 26. maí
0:36 mín.
01e Fræðslufundur á vegum Retina Ísland, RP-deildar Blindrafélagsins fimmtudaginn 5. apríl
0:37 mín.
01f Næsta sunnudagsganga á vegum ferða og útivistarnefndar Blindrafélagsins 8. apríl kl. 14:00.
1:10 mín.
01g Ungmennafundur á Akureyri 9. apríl.
Kanna á áhuga blinds og sjónskerts ungs fólks til þátttöku í starfi Blindrafélagsins.
1:02 mín.
01h Fréttatilkynning frá ungblind, æskulýðsnefnd Blindrafélagsins.
0:49 mín.
01i Tilkynning frá List án landamæra.
1:59 mín.
01j Sjóðurinn Stuðningur til sjálfstæðis, styrktarsjóður Blindravinafélags Íslands og Blindrafélagsins auglýsir eftir styrkumsóknum.
1:07 mín.
Afþreying og ferðalög:
01k Sparidagar að Hótel Örk í apríl.
3:13 mín.
01l Tilkynning til vefvarpsnotenda um nýtt efni í vefvarpinu.
0:33 mín.
01m Tilkynning um Sumarskóla Sameinuðu þjóðanna sem verður í Írlandi í sumar.
1:30 mín.
01n Vegir guðanna, skipulagðar gönguferðir til Ítalíu næsta sumar.
0:39 mín.
01o Áhugaverð ferð til Feneyja í lok apríl. Ferðin sérstaklega sniðin að þörfum blinds og sjónskerts fólks.
0:25 mín.
Annað efni:
02 Farið í sunnudagsbíltúr og birt hljóðmynd úr bíltúrnum.
8:23 mín.
03 Hljóðritun frá spjallfundi á vegum stjórnar Blindrafélagsins í hádeginu 1. mars sl.
Þar var rætt um hvernig auka mætti þátttöku félagsfólks í Blindrafélaginu í starfi félagsins. Margar hugmyndir komu fram.
44:44 mín.
Viðtal:
04 Gísli Helgason ræðir við Eyþór Kamban Þrastarson.
Eyþór fór til Bandaríkjanna árið 2015, var þar í tvö ár og lauk meistaranámi í umferliskennslu. Eyþór hóf nýlega störf hjá Þjónustu og þekkingarmiðstöðinni í hálfu starfi sem umferliskennari. Í viðtalinu segir Eyþór frá náminu, störfum þar en hann vann sem umferliskennari, fjallar um hugmyndafræði sem er lögð til grundvallar umferlisfræðum fyrir blint og sjónskert fólk. Þá fjallar hann um ýmis hjálpartæki, þ. á. m. hvíta stafinn, leiðsöguhunda og önnur hjálpartæki.
0:45 mín.
05 "Verður alltaf sveitastelpa".
Viðtal við Katrínu Halldóru Sigurðardóttur leikkonu sem leikur Elly Vilhjálms í söngleiknum Elly, í Borgarleikhúsinu.
Viðtalið tók Kristjana Björg Guðbrandsdóttir.
Fréttablaðið 17. mars.
20:38 mín.
06 Lokaorð ritstjóra.
0:56 mín.