Stuðningur til sjálfstæðis!
Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, fjármagnar starfssemi sína að langmestu leyti með sjálfsaflafé. Þar gegnir happdrætti félagsins, með sínum glæsilegu vinningum, veigamiklu hlutverki. Með því að kaupa happdrættismiða tekur þú virkan þátt í að styðja til sjálfstæðis blinda og sjónskerta einstaklinga á öllum aldri og stuðlar þannig að auknum lífsgæðum þeirra og um leið betra samfélagi.
Stuðningsfólki félagsins hefur verið sendir miðar í pósti og þeir munu birtast í heimabanka viðkomandi sem valkrafa. Einnig munu ýmsir aðrir fá rafræna miða sem valkröfur í heimabankana sína. Að sjálfsögðu er það þitt val hvort þú greiðir miðann eða lætur það vera. En kjósir þú að gera það og styrkja Blindrafélagið þar með um 2.500 kr. átt þú möguleika að vinna einhvern eftirtalinna vinninga:
2 bílar frá Bílabúð Benna:
Chevrolet Cruze LT, bensín 1,8l. sjálfsk. 4 dyra, frá Bílabúð Benna að verðmæti kr. 3.290.000
Chevrolet Spark LT, 1,2 l. beinskiptu, frá Bílabúð Benna að verðmæti kr. 1.990.000
45 ferðavinningar frá Heimsferðum:
45 ferðavinningar með leiguflugi frá Heimsferðum, hver að verðmæti kr. 300.000
45 iPad mini frá epli.is:
45 Apple iPad mini Retina, Wi-Fi, 16GB með 7,9" skjá frá epli.is, hver að verðmæti kr. 69.990
50 gistivinningar frá Fosshótel:
50 gistivinningar fyrir 2 í tvær nætur ásamt morgunverði, auk kvöldverðar annað kvöldið hjá einhverju Fosshótelanna, hver að verðmæti kr. 65.000
Alls 142 vinningar að heildarverðmæti rúmar 25 milljónir króna.
Útgefnir miðar eru 60.000 og miðaröðin er frá 11.901 – 71.900.
Dregið verður í happdrættinu 16. júní 2014
Stuðningur hins opinbera við starf Blindrafélagsins hefur dregist verulega saman á síðustu árum sem leiðir til þess að félagið þarf enn frekar að leita til almennings í landinu eftir stuðningi.
Nýjasta verkefni Blindrafélagsins er Vefvarp Blindrafélagsins en það er nettengd lestölva sem les upphátt í rauntíma skýringatexta í sjónvarpi, Morgunblaðið, bækur frá Hljóðbókasafni Íslands og margt fleira. Vefvarpið notar talgervilinn Karl og Dóru við upplesturinn. Ekki þarf neina tölvukunnáttu til að geta nýtt tækið. Þessi tækni hefur valdið straumhvörfum í upplýsingamiðlun til blindra og sjónskertra eldri borgara.
Á þessu ári eru 75 ár frá stofnun Blindrafélagsins. Í allan þann tíma hefur félagið barist af alefli fyrir réttindum blindra og sjónskertra og í dag er félagið í fararbroddi í jafnréttisbaráttu fatlaðra á Íslandi.