Víðsjá rit Blindrafélagsins kemur út

Fréttatilkynning

Nýtt tölublað af VÍÐSJÁ, tímariti Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi, er komið út. Í ritinu eru margar áhugaverðar greinar og viðtöl, en áhersla blaðsins að þessu sinni er á augnlæknavísindin, rannsóknir til að finna meðferðir við ólæknandi augnsjúkdómum og forvarnir.

 

Meðal efnis í blaðinu er:

  • Viðtal við tvo virta bandaríska vísindamenn um stöðu rannsókna og tilrauna við að finna meðferðir við ólæknandi arfgengum sjónhimnusjúkdómum. Í viðtalinu er m.a. varpað fram þeim möguleika að Íslandi gæti orðið eitt af fyrstu löndum í heiminum til að bjóða meðferðir þegar þær verða tilbúnar.
  • Viðtal við Amadou og Mairiam sem komu til landsins sl. vor og héldu stórtónleika í Laugardalshöll.
  • Ítarleg umfjöllun um mat sem er hollur fyrir sjónina ásamt uppskriftum.
  • Vignir Arnarson segir frá ástæðum þess að hann réðst út í að ganga þvert yfir Noreg og Svíþjóð til styrktar barnastarfi Blindrafélagsins fyrr í sumar og lifa eingöngu á því sem náttúran gefur.
  • Áleitin og persónuleg frásögn ungs manns sem fjallar um tilfinningar sem vakna við að missa sjónina.
  • Frásögn af samstarfi leiðsöguhundsins Exó og Svanhildar Önnu Sveinsdóttur á Akranesi.
  • Mun meira af áhugaverðu efni er í blaðinu.

 

Víðsjá

Víðsjá er rit Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi. Þessi útgáfa er annað tölublað í öðrum árgangi.

Blaðið hefur verið send fjölmiðlum með póst.

 

Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi

Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, er samfélagslegt afl  – mannréttindasamtök -  sem berst fyrir að blindir og sjónskertir einstaklingar geti lifað sjálfstæðu, innihaldsríku og ábyrgu lífi, og að þeim sé tryggður jafn réttur og jöfn tækifæri til ábyrgrar, virkrar og viðurkenndrar þátttöku í öllum þáttum samfélagsins.

 

Frekari upplýsingar veitir:

Kristinn Halldór Einarsson

Formaður Blindrafélagsins

Tölvupóstur: khe@blind.is

Sími: 525 0020

Gsm: 661 7809