Aðalfundur Blindrafélagsins verður haldinn laugardaginn 19. maí 2012, kl. 10 í húsakynnum félagsins að Hamrahlíð 17. Framboð til stjórnar Blindrafélagins voru kynnt laugardaginn 28. apríl sl. Utankjörstaðaratkvæðagreiðsla er hafin á skrifstofunni í Hamrahlíð 17.Hægt verður að kjósa á venjulegum skrifstofutíma. Steinunn Hákonardóttir, félagsmálafulltrúi mun sjá um atkvæðagreiðsluna. Hún veitir einnig allar nánari upplýsingar.
Eftirtaldir einstaklingar gefa kost á sér í embætti formanns Blindrafélagsins til næstu tveggja ára:
Friðgeir Þ Jóhannesson
Kristinn Halldór Einarsson
Eftirtaldir einstaklingar gefa kost á sér í aðalstjórn Blindrafélagsins til næstu tveggja ára:
Eyþór Þrastarson
Friðgeir Þ Jóhannesson
Halldór Sævar Guðbergsson
Margrét Guðný Hannesdóttir
Rósa María Hjörvar
Eftirtaldir einstaklingar gefa kost á sér í varastjórn til næstu tveggja ára:
Eyþór Þrastarson
Friðgeir Þ Jóhannesson
Margrét Guðný Hannesdóttir
Rósa Ragnarsdóttir
Sigurjón Einarsson
Samkvæmt lögum félagsins á núna að kjósa formann, tvo einstaklinga til að sitja í aðalstjórn og aðra tvo til setu í varastjórn
Félagsmenn utan af landi sem ekki ætla að sækja aðalfundinn 19. maí og komast ekki á skrifstofuna til að kjósa utan kjörstaðar, geta haft samband við Steinunni eða undirritaðan til að fá kjörgögn send í pósti. Þeir sem það vilja gera þurfa að bregðast fljótt við því sendingar á kjörseðlum fram og tilbaka geta tekið nokkra daga.
Samkvæmt venju mun félagið greiða ferðakostnað félagsmanna utan af landi til að sækja aðalfundinn.
Þeir sem sérstaklega óska eftir þessu, þurfa að hafa samband við Ólaf Haraldsson framkvæmdastjóra Blindrafélagsins.