Fréttir af talgervilsverkefni Blindrafélagsins

Nú styttist í að nýji íslenski talgervilinn frá pólska fyrirtækinu Ivona verði tilbúinn,. Nú standa yfir loka hlustunar og athugasemdaferli. Talgervilinn mun búa yfir tveimur röddum kvennröddinni Dóru og karlröddinni Karli. Áætlað er að hlusunar og athugasemdaferlinu ljúki í maí mánuði og þá taki við tæknilegar prófanir. Almenn dreifing talgervilsins mun hefjist í ágúst 2012.

Framleiðsluferli verkefnisins hefur í stórum dráttum verið eftirfarandi:
•    Samningar undirritaðir í mars 2011.
•    10 þúsund setningar settar saman úr Íslenska Orðasjóðnum við Háskólann í Leipzig sumarið 2011.
•    Val radda og upptaka á lestri þessara 10 þúsund setninga sumarið 2011.
•    Raddirnar fá nöfnin Dóra og Karl haustið 2011.
•    Beta útgáfa nr. 1 með 800 setningum lesnum af hvorri rödd koma til hlustunar og athugasemda um sl. áramót.
•    Hlustun og athugasemdum við beta útgáfu nr. 1 lýkur í feb 2012.
•    Beta útgáfa nr 2 með 400 setningum lesnum af Dóru koma til hlustunar og athugasemda í apríl 2012.
•    Athugasemdum við beta útgáfu tvö lýkur í apríl 2012.
•    Áætlað er að talgervilinn verði tilbúinn í maí eða júní og fari í dreifingu í ágúst.

Stýrikerfi og tölvubúnaður

Talgervilinn frá Ivona mun geta unnið á eftirfarandi tölvubúnaði, síma og stýrikerfum:
•    Windows
•    Mac
•    Unix
•    iOS (Apple iPhone & iPad)
•    Android
•    Windows mobile

Windows

Nýi talgervillinn keyrir á skilgreiningu sem heitir SAPI5, sem er eins konar talgervilsstaðall fyrir Windows. Allir talgervlar sem falla að þessum staðli keyra með öllum Windows-forritum þ.m.t. öllum skjálesurum. Því keyrir forritið með bæði Jaws og NVDA, meira að segja Window Eyes, System Access og Satogo líka.

Þegar búið er að setja talgervilinn upp á vélinni er mjög einfalt að irkja hann, og leiðbeiningar um það verða ger'ðar aðgengilegar á heimasíðu Blindrafélagsins.

Apple

Til að koma nýja íslenska talgervlinum í tölvubúnað frá Apple þá þarf samþykki Apple fyrritækisins og þeir þurfa að opna á að þessi nýi íslenski talgervill verði hluti af stýrikerfi Apple. Viðræður við Apple varðandi þessi atriði eru þegar hafnar en óvarlegter að gef einvher fyrriheit um hvernig eða hvenær þeim muni ljúka. Apple á Íslandi eru mjög áhugasamir um að gera nýja íslenska talgervilinn að staðalbúnaði í öllum Apple tölvubúnaði seldum á Íslandi.

Hljóðdæmi af Ivona röddum má heyra hér.

Frekari upplýsingar um verkefnið má nálgast hér.